Fréttir frá 2018

11 29. 2018

Fréttatilkynning

rafidnadarsambandid rautt 1500 öryggislásar afhentir til að draga úr hættu á slysum vegna rafmagns

Samtök rafverktaka, Samtök iðnaðarins, Rafiðnaðarsamband Íslands og Mannvirkjastofnun hafa tekið höndum saman og afhent hátt í 1500 öryggislása til að draga úr hættu á slysum og óhöppum af völdum óæskilegrar eða óvæntrar spennusetningar rafbúnaðar.

Kostaður við verkefnið er um 4 millj.
Lasar1 editedMeð því að afhenda öryggislásana er verið stíga stórt skref til þess að draga úr hættu á slysum. Með notkun öryggislása getur starfsmaður tryggt að hann sé að vinna við búnað sem ekki er spennuhafa. En um leið er verið vekja athygli starfsmanna á því að þeir bera ekki einungis ábyrgð á eigin öryggi heldur þurfa þeir jafnframt að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi annarra sem gætu verið í hættu vegna þeirra vinnu eða bilunar í rafbúnaði.

Viðtökur hafa verið góðar og allir þeir sem nú þegar hafa fengið lása ætla að ganga úr skugga um að þeir verði notaðir til að gera búnað spennulausan þegar verið er að vinna við hann. Félagsmenn fá sendan öryggislás sér að kostnaðarlausu með því að skrá sig á "Mínum síðum" á heimasíðu RSÍ og gefa þar upp nafn og GSM símanúmer.

Kjörorð verkefnisins er „Einn lás, eitt líf“

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART, s. 894 4026, kristjan@si.is

Þór Pálsson, framkvæmdastjóri RAFMENNTAR, s. 659 1461, thor@rafmennt.is

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, s. 856 3466, kristjan@rafis.is

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?