1.maiMikill fjöldi launafólks fylktu liði í kröfugöngum í dag í mjög góðu veðri, mæting var með eindæmum góð og gríðarlegur fjöldi mætti í 1. maí kaffi Rafiðnaðarsambands Íslands og MATVÍS. Fjöldi hefur ekki verið svo mikill árum saman og frábært að hitta félagsmenn á þessum baráttudegi verkalýðsins. 

Logo RSÍSambandsstjórnarfundur RSÍ kallar eftir efndum ríkisstjórnar Íslands á loforðum þeim er gefin voru í tengslum við gerð kjarasamninga þann 5. maí 2011. Nauðsynlegt er að koma skuldugum heimilum, sem eiga við greiðsluvanda að stríða, til hjálpar.

Logo RSÍSambandsstjórnarfundur Rafiðnaðarsambands Íslands telur nauðsynlegt að gerð sé mikil og ítarleg greining á áhrifum lagningar sæstrengs til flutnings á raforku til meginlands Evrópu. Nauðsynlegt er fyrir þjóðina að fá mat á því hvort lagning slíks strengs sé heppileg fyrir þjóðarbúið.

1.maiDagskrár hátíðarhalda víðsvegar um land er að finna á vef Alþýðusambands Íslands. Við hvetjum alla okkar félagsmenn, ásamt fjölskyldum, að mæta í kröfugöngur á baráttudegi verkalýðsins 1. maí! Við verðum að fjölmenna og krefjast bættra kjara!

Hjolad 2012_10araReglur Hjólað í vinnuna. 

Keppnin stendur frá 9. - 29. maí 2012 að báðum dögum meðtöldum.
Það er einlæg von þeirra sem standa að Hjólað í vinnuna að verkefnið ýti við sem flestum af stað í reglulega hreyfingu og hvetji fólk til að taka upp virkan ferðamáta.
Reglurnar eru fáar en einfaldar.

FRV logoÍ gær, mánudag, var aðalfundur félags rafeindavirkja haldinn og var farið yfir hefðbundin aðalfundarstörf. Fundurinn hófst á kynningu frá Raftækniskólanum en í skólanum er kennd rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafvéla- og rafveituvirkjun. Talsverðar breytingar eru að verða á kennslu fyrirkomulagi en í stað hefðbundinnar kennsluaðferðar þá munu nemendur vinna að verkefnabundnu námi.

FIR pdfAðalfundur Félags íslenskra rafvirkja sem haldinn var þann 16. apríl 2012, sendi frá sér eftirfarandi ályktun:


Ályktun um atvinnu- og efnahagsmál

Aðalfundur Félags íslenskra rafvirkja haldinn 16. apríl 2012 harmar hvernig íslenskir stjórnmálamenn hafa endurtekið látið átaka- og klækjapólitík standa í vegi fyrir nauðsynlegri ákvarðanatöku um uppbyggingu

FÍRÍ dag var aðalfundur Félags íslenskra rafvirkja fyrir árið 2012 haldinn. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, kjör fulltrúa FÍR á ársfund Stafa lífeyrissjóðs ásamt því að lagabreytingar voru teknar fyrir.

Skogarnes123Umsóknum um sumarstarf á Skógarnesi skal annað hvort skila útprentuðum á skrifstofu RSÍ að Stórhöfða 31 í umslagi merktu "Umsókn um sumarstarf" eða þá rafrænt í tölvupósti, þá skal senda tölvupóstinn á rsi@rafis.is.

sveinsbrefÍ dag, laugardaginn 14. apríl, voru sveinsbréf afhent í rafvirkjun og rafeindavirkjun. Alls fengu 29 nýsveinar afhent sveinsbréf en þar af voru 20 sveinar að ljúka sveinsprófi í rafvirkjun og 12 sveinar í rafeindavirkjun. Sveinsbréf verða einnig afhent á Akureyri á næstu vikum. Við óskum öllum nýsveinum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?