Fréttir frá 2012

04 25. 2012

Hjólað í vinnuna 2012

Hjolad 2012_10araReglur Hjólað í vinnuna. 

Keppnin stendur frá 9. - 29. maí 2012 að báðum dögum meðtöldum.
Það er einlæg von þeirra sem standa að Hjólað í vinnuna að verkefnið ýti við sem flestum af stað í reglulega hreyfingu og hvetji fólk til að taka upp virkan ferðamáta.
Reglurnar eru fáar en einfaldar.


Hverjir eru gjaldgengir þátttakendur?

Allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem nýta almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin eða hjóluð er til og frá stoppistöð.
Eftirfarandi regla er sett inn til að koma til móts við einstaklinga sem búa í öðru sveitarfélagi en þeir starfa og hafa ekki aðgang að almenningssamgöngum.
Þeir geta notast við einkabíl hluta af leiðinni en þá þurfa þeir einstaklingar að ganga minnst 1,5 km (~15 mín) eða hjóla minnst 3 km (~15 mín) hvora leið og uppfylla þannig ráðleggingar embætti landæknis um daglega hreyfingu.

Fjöldi daga.

Hver þátttakandi má aðeins skrá 13 daga (þá hvaða 13 daga sem er). Þetta er gert til þess að jafna leikinn milli vaktavinnufólks og annarra.

Hvaða starfsmannafjölda á að skrá?

Skrá á þann starfsmannafjölda sem launadeild viðkomandi vinnustaðar hefur á launaskrá þegar keppni hefst.

  •  Ef einhverjir starfsmenn eru í orlofi eða námsleyfi má draga þann fjölda frá
  •  Ef margir einstaklingar eru í hlutastarfi og mæta ekki í vinnuna daglega (13 daga á meðan á átakinu stendur) má skrá tvo starfsmenn sem uppfylla 100% starfshlutfall í einn. 
  •  Þeir starfsmenn sem eru í hlutastarfi en mæta daglega til vinnu skal skrá sem einn starfsmann.Samstarfsaðilar

Hvað má skrá?

Athugið að þó svo að skráðir séu inn þeir kílómetrar sem liðsmenn fara í vinnustaðakeppninni er ekki keppt um hlutfall kílómetra innan vinnustaða eins og verið hefur síðustu ár.

Gjaldgengir þátttakendur mega skrá eftirfarandi ferðir:

  •  í og úr vinnu
  •  allar vinnutengdar ferðir á vinnutíma þ.e. á fundi og sendiferðir sem annars hefðu verið farnar á bíl að því gefnu að viðkomandi hafi nýtt sér virkan ferðamát í vinnu.

Hvað má ekki skrá?

Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að hafa áhrif á ferðavenjur fólks. Þó svo að eftirfarandi leiðir séu frábærar til hreyfingar í daglegu lífi samræmast þær ekki meginmarkmiðum verkefnisins.
Því má ekki skrá:

  •  heilsubótarhreyfinu í hádeginu, göngu eða hjólreiðatúra
  •  ef farið er út að hjóla eftir að heim er komið úr vinnu
  •  ef starfsmenn nota hjól eða göngu til að koma sér á mill staða innan vinnustaðar.

Keppnisgreinarnar eru tvær
1. Vinnustaðakeppni þar sem keppt er um flesta þátttökudaga (hlutfallslega m.v. fjölda starfsmanna á vinnustaðnum).
2. Kílómetrakeppni þar sem keppt er á milli liða um annars vegar flesta kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra m.v. fjölda liðsmanna í liðinu.


Í vinnustaðakeppninni er keppt í 7 flokkum eftir fjölda starfsmanna á vinnustaðnum og skrást öll lið sjálfkrafa í þessa keppni

  •  3-9 starfsmenn
  •  10-29 starfsmenn 
  •  30-69 starfsmenn 
  •  70-149 starfsmenn 
  •  150-399 starfsmenn 
  •  400-799 starfsmenn
  •  800 o.fl. starfsmenn

Í kílómetrakeppninni er einungis keppt í einum flokki og er valfrjálst fyrir lið að skrá sig í þessa keppni.

Til þess að skrá sig í kílómetrakeppnina þarf að haka við í reitinn „já, við tökum þátt í kílómetrakeppninni“ þegar liðið er skráð til leiks. Athugið að einnig er hægt að skrá sig í kílómetrakeppnina eftir að lið hefur skráð sig til leiks ef liðsmenn hafa ekki tekið ákvörðun um þátttöku þegar liðið er skráð til leiks, en það er gert undir liðsstjórnunar-síðunni. Lágmarksfjöldi í liði í liðakeppninni er 3 og hámarksfjöldi 10. Ath. rafmagnshjól eru ekki leyfð í kílómetrakeppninni.

Liðsstjóri - Fjöldi liðsmanna í hverju liði.

Í hverju liði er liðsstjóri sem sér um að skrá lið sitt til þátttöku og hann heldur einnig utan um daglega skráningu á netinu. Miðað er við að hvert lið samanstandi af 1-10 liðsmönnum.

Sami vinnustaður, mörg lið - Kennitalan stýrir hvaða lið telja sameiginlega.

Ef fleiri en 10 hjóla á sama vinnustað er einfalt að stofna lið númer tvö, þrjú o.fl.....undir kennitölu fyrirtækisins. Þannig telur árangur liðanna sameiginlega fyrir vinnustaðinn. Það er tilvalið að skipta vinnustaðnum upp, t.d. miða við deildir á sjúkrahúsi eða útibú í bönkum. Á vefnum er auðvelt að fylgjast með árangri mismunandi liða innan vinnustaðar (með því að smella á nafn vinnustaðarins) og því lítið mál að búa til innanhúskeppni samhliða.
Athugið að margir vinnustaðir t.d. innan sveitarfélaga hafa sömu kennitölu og sveitarfélagið. Ef viðkomandi vinnustaður vill keppa undir sínum merkjum er mikilvægt að notast sé við aðra kennitölu en sveitarfélagsins t.d. kennitölu eins starfsmanns.

Sami vinnustaður, mismunandi sveitarfélög.

Nú geta vinnustaðir með starfsstöðvar í fleiri en einu sveitarfélagi keppt saman undir einum vinnustað ásamt því að hver og ein starfsstöð getur keppt sem sér vinnustaður innan síns sveitarfélags á jafnréttis grundvelli.

Öryggið í fyrirrúmi.

Hver þátttakandi ber ábyrgð á sínu öryggi. Við hvetjum hjólagarpa og línuskautafólk til að nota hjálma og aðrar varnir og að sjálfsögðu að fara eftir umferðarlögum og taka tillit til annarra vegfarenda.

Hjolad 2012

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?