Fréttir frá 2012

04 16. 2012

Aðalfundur FÍR 2012

FÍRÍ dag var aðalfundur Félags íslenskra rafvirkja fyrir árið 2012 haldinn. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, kjör fulltrúa FÍR á ársfund Stafa lífeyrissjóðs ásamt því að lagabreytingar voru teknar fyrir.

Ný stjórn var kjörin en breyting varð á stjórnarmönnum og nýr formaður var kjörinn, Jens Heiðar Ragnarsson. Jens hóf feril sinn í félagsmálum árið 1992 þegar hann var kjörinn trúnaðarmaður rafvirkja á vinnustað, skömmu síðar tók hann sæti í trúnaðarráði FÍR og síðar í stjórn ásamt því hafa setið í miðstjórn RSÍ undanfarin ár.

Stefán Sveinsson dró sig til hliðar um síðustu áramót og var Jón Ingi Skúlason Öfjörð starfandi formaður frá áramótum til aðalfundar. 

Sigurður L. Björgvinsson hefur verið áheyrnarfulltrúi í stjórn frá því að símsmiðir gengu í FÍR á síðasta aðalfundi. Nýr aðalmaður í stjórn heitir Bjarni Þór Ólafsson en hann er símsmiður.

Við óskum nýrri stjórn til hamingju með kjörið og þökkum Stefáni Sveinssyni fyrir vel unnin störf í þágu rafiðnaðarins. Stefán mun áfram vinna fyrir rafiðnaðinn en þá í þágu eftirmenntunarmála. 

Myndir frá fundinum er að finna hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?