VMSTNokkuð hefur dregið úr atvinnuleysi á meðal félagsmanna RSÍ á undanförnum mánuðum en í janúar síðastliðnum voru félagsmenn í atvinnuleit alls 125 talsins en í dag eru þeir 107. Rétt er að minna á að mikill fjöldi félagsmanna hefur farið erlendis ásamt því að einhverjir hafa nýtt sér ástandið og lokið formlegri menntun en á árunum fyrir Hrun var atvinnuleysi nær óþekkt á meðal Rafiðnaðarmanna. Skiptingu á milli rafiðngreina og félaga má sjá í töflu hér að neðan:

NesjavallavirkjunSíðastliðinn miðvikudag var farin sumarferð H-eldri félaga RSÍ, að þessu sinni var farið í skoðunarferð upp á Nesjavelli en þar var Nesjavallavirkjun skoðuð. Nesjavallavirkjun er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur en virkjunin var gangsett árið 1990 og er framleiðslugeta hennar 12 MW af raforku ásamt því að hún framleiðir 300 MW í varmaorku, þ.e. heitu vatni. Vatnsframeiðslan jafngildir 1.640 l/sekúndu af 83°C heitu vatni.

Fjolsk-2012Um síðustu helgi var fjölskylduhátíð Rafiðnaðarsambands Íslands haldin á Skógarnesi. Hátíðin hefur verið haldin í 16 ár en fyrst var hátíðin haldin á Þórisstöðum á 70 ára afmæli Félags íslenskra rafvirkja. Hátíðin hefur verið vinsæl á meðal félagsmanna alla tíð þó svo fjöldi hafi aukist eftir að hátíðin var færð upp á Skógarnes enda stærra svæði sem er undir og svæðið gríðarlega vinsælt enda vel við haldið og glæsilegt í alla staði.

OrlofshusATH! Opnað verður fyrir haustleigu á orlofshúsum mánudaginn 2. júlí kl.9:00. Hér gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.  Þau mistök áttu sér stað að sagt var að það yrði opnað þann 1. júlí, eins og venjulega, en þar sem sá dagur kemur upp á sunnudegi var opnun frestað til mánudags. Best er að bóka sjálfur á netinu en einnig er hægt að hringja til okkar í 580-5200 eða mæta til okkar í Stórhöfða 31.

SkogarnesNú styttist óðum í Fjölskylduhátíð RSÍ sem verður haldin á Skógarnesi við Apavatn helgina 22. - 24. júní næstkomandi. Hátíðin hefur verið gríðarlega vinsæl á meðal félagsmanna og fjölskyldna og því er nauðsynlegt að þeir félagsmenn sem ætla að sækja hátíðina hafi félagsskírteini meðferðis

Rafiðnaðarsamband Íslands harmar þær uppsagnir sem voru hjá Skiptum, Símanum og Mílu. RSÍ stendur þétt við bakið á sínum félagsmönnum og hvetjum okkar fólk að leita til skrifstofu RSÍ vakni upp einhverjar spurningar.

TjaldÞann 1. júní næstkomandi tekur gildi ný gjaldskrá fyrir tjaldsvæðið á Skógarnesi. Helstu breytingar eru þær að gjald fyrir börn félagsmanna á aldrinum 13 - 18 ára lækkar um 50% ásamt því að nú verður eingöngu greitt eitt gjald fyrir nýtingu á rafmagni.

SolOrlofsuppbótin í ár á almennum vinnumarkaði er 27.800 kr og á að koma til greiðslu þann 1. júní næstkomandi. Uppbótin miðast við fullt starf sjá nánar skilgreiningu úr kjarasamningi RSÍ - SA/SART.

asi logo v3 cmyk-2Garðs Apótek og Lyfjaver Suðurlandsbraut oftast með lægsta verðið á lausasölulyfjum

Lyfjaver Suðurlandsbraut og Garðs Apótek við Sogaveg voru oftast með lægsta verðið á lausasölulyfjum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í apótekum landsins mánudaginn 7. maí. Lyfjaval Álftamýri var oftast með hæsta verðið í könnuninni.  Verðmunur á lausasölulyfjum var frá 26% upp í 72%, en í flestum tilvikum var fjórðungs til helmings verðmunur.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?