Fréttir frá 2012

06 29. 2012

Fjölskylduhátíð RSÍ 2012 - Myndir

Fjolsk-2012Um síðustu helgi var fjölskylduhátíð Rafiðnaðarsambands Íslands haldin á Skógarnesi. Hátíðin hefur verið haldin í 16 ár en fyrst var hátíðin haldin á Þórisstöðum á 70 ára afmæli Félags íslenskra rafvirkja. Hátíðin hefur verið vinsæl á meðal félagsmanna alla tíð þó svo fjöldi hafi aukist eftir að hátíðin var færð upp á Skógarnes enda stærra svæði sem er undir og svæðið gríðarlega vinsælt enda vel við haldið og glæsilegt í alla staði.

Í ár voru 225 tjaldeiningar á svæðinu ásamt því að öll orlofshúsin voru fullnýtt, því má áætla að 1.300 manns hafi verið á svæðinu í gistingu en það er mjög varlega áætlað. Gríðarlegur fjöldi kíkti einnig við á laugardeginum enda glæsileg dagskrá allan daginn. Dagskránni lauk að þessu sinni með hljómsveitunum Ingó og Veðurguðunum ásamt Bláum OPAL. Að þessu sinni léku veðurguðirnir við okkur allan daginn enda frábært veður, 22°C hiti og logn. Þegar tók að kvölda fór að blása og sökum þess og óhagstæðrar vindáttar var ekki mögulegt að kveikja upp í brennunni.

Nú hafa verið settar inn myndir sem mögulegt er að skoða hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?