Fréttir frá 2012

06 29. 2012

Sumarferð H-eldri félaga RSÍ

NesjavallavirkjunSíðastliðinn miðvikudag var farin sumarferð H-eldri félaga RSÍ, að þessu sinni var farið í skoðunarferð upp á Nesjavelli en þar var Nesjavallavirkjun skoðuð. Nesjavallavirkjun er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur en virkjunin var gangsett árið 1990 og er framleiðslugeta hennar 12 MW af raforku ásamt því að hún framleiðir 300 MW í varmaorku, þ.e. heitu vatni. Vatnsframeiðslan jafngildir 1.640 l/sekúndu af 83°C heitu vatni. Á svæðinu er búið að bora 25 borholur  sem eru frá 1.000 til 2.200 metra djúpar.  Virkjunin hefur verið stækkuð á þessum tíma en upphaflega var raforkuframleiðslan 60 MW en var aukin í tveimur skrefum um 30 MW hvort skiptið.

Orkuveita Reykjavíkur á og rekur fjórar virkjanir en þær eru auk Nesjavallavirkjunar, Elliðaárvirkjun, Andakílsárvirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Elliðaárvirkjun er elsta virkjunin en hún var tekin í notkun 1921 og var raforkan framleidd með tveimur vélum og flutt eftir háspennuraflínu niður á Skólavörðuholt, framleiðslugeta virkjunarinnar er 3.160 kW og hefur verið frá 1933. Andakílsárvirkjun var tekin í notkun 1947 en utan um reksturinn var stofnað sameignarfélagið Andakílsárvirkjun árið 1942. Orkuveita Reykjavíkur eignaðist þessa virkjun árið 2001, framleiðslugeta virkjunarinnar er 8,2 MW. Hellisheiðarvirkjun er sú yngsta en einnig sú stærsta og er opin gestum alla daga vikunnar. Hellisheiðarvirkjun nýtir jarðvarma til raforku- og heitavatnsframleiðslu. Framleiðslugeta hennar er 303 MW af raforku og 133 MW af heitu vatni. 

Myndir úr ferðinni er að finna hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?