Fréttir frá 2012

05 30. 2012

Verðskrá tjaldsvæðis 2012

TjaldÞann 1. júní næstkomandi tekur gildi ný gjaldskrá fyrir tjaldsvæðið á Skógarnesi. Helstu breytingar eru þær að gjald fyrir börn félagsmanna á aldrinum 13 - 18 ára lækkar um 50% ásamt því að nú verður eingöngu greitt eitt gjald fyrir nýtingu á rafmagni.

Gjaldskránna í heild sinni er að finna hér.

Orlofssvæðið er fjölskyldusvæði ætlað fyrir félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands en líkt og undanfarin ár geta félagsmenn boðið gestum með sér á svæðið en gestir eru ávallt á ábyrgð félagsmanns. Við hvetjum alla gesti sem nýta sér orlofs og útivistarsvæðið á Skógarnesi að kynna sér þær reglur sem eru í gildi á svæðinu og virða þær.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?