vinnumalastofnun Atvinnulausir í september, flokkaðir eftir félögum.

Atv.augl mottaka

Við vekjum athygli á auglýsingu sem birt var í Fréttablaðinu þann 6. október um skrifstofustarf á skrifstofu Rafiðnaðarsambands Íslands, MATVÍS og Félags bókagerðarmanna á Stórhöfða 31. Við hvetjum alla áhugasama að sækja um starfið en Capacent ráðningar hafa umsjón með ráðningunni. Áhugasömum er bent á að sækja um starfið á heimasíðu Capacent. Nánari upplýsingar má finna með því að smella á meðfylgjandi mynd!

gongum til godsGerðu tvö góðverk.

Næstkomandi laugardag 6. október verður Gengið til góð fyrir Rauða krossinn. Reynslan sýnir að árangur söfnunarinnar helst fyrst og fremst í hendur við hversu vel gengur að fá sjálfboðaliða til að ganga, þ.e. mest safnast þegar sem flestir ganga. Þið getið skráð ykkur hér á söfnunarstöð á ykkar svæði: http://raudikrossinn.is/flex/gtg/ hófið saman fólki, takið börnin, vini og vandamenn með ykkur og eigið góðan dag. Allar nánari upplýsingar um söfnunina á gongumtilgods.is

umslag
Rafiðnaðarsamband Íslands, MATVÍS og Félag bókagerðarmanna auglýsa eftir starfsmanni á skrifstofu félaganna. Um fjölbreytt og áhugavert starf er að ræða. Vinnutími frá 8 – 16, æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Capacent logoÁ næstu dögum mun Capacent hefja úthringingar vegna árlegrar launakönnunar RSÍ. Capacent tekur slembiúrtak úr hópi félagsmanna en haft verður samband við þann hóp sem lendir í könnuninni annað hvort í gegnum síma eða rafrænt með tölvupósti. Við hvetjum félagsmenn til þess að taka þátt í þessari könnun og svara henni eftir bestu samvisku. Þessi könnun er mikilvæg í baráttu okkar í kjaramálum.

ASI 500xMiðstjórn ASÍ sendi í gær frá sér eftirfarandi ályktun en mikilvægt er í þessu ljósi að tryggja að þær hækkanir á launatöxtum sem samið var um í kjarasamningum þann 5. maí 2011 skili sér til allra hópa þjóðfélagsins. 

 

FBM Þriðjudaginn 25. september mun Félag bókagerðarmanna opna skrifstofuaðstöðu á Stórhöfða 31 í samstarfi við Rafiðnaðarsamband Íslands og MATVÍS. Félag bókagerðarmanna hefur hingað til verið með skrifstofuaðstöðu á Hverfisgötu en félagið hefur verið tengt húsinu allt frá því árinu 1941 þegar Hið íslenska prentarafélagið keypti húsið af Sigurði Jónassyni þáverandi forstjóra Tóbakseinkasölu ríkisins.

sveinsbrefUm nýliðna helgi voru sveinsbréf afhent nýsveinum í rafvirkjun, rafveituvirkjun og rafeindavirkjun. Að þessu sinni fengu alls 57 nýsveinar sveinsbréf, 48 í rafvirkjun, 3 í rafveituvirkjun og 6 í rafeindavirkjun. Þetta stór áfangi í lífi hvers einstaklings að ljúka námi og fá staðfestingu á getu og þekkingu sinni. Sveinsbréfið nýtist handhafa til starfa hérlendis í viðomandi iðngrein en er einnig nýtt sem staðfesting á menntun og þekkingu í nágrannalöndum okkar. Íslenskir iðnlærðir einstaklingar eru ekki eingöngu eftirsóttir hér á Íslandi en þeir eru einnig eftirsóttir í nágrannalöndum okkar líkt og í Noregi. 

logfraediÞann 3. september hefur Dagný Ósk Aradóttir Pind störf sem lögfræðingur hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands. Dagný lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2004, síðan lauk hún BA prófi í lögfræði frá HÍ 2009 og Mag. Jur. prófi 2012. Hún var formaður stúdentaráðs til tveggja ára ásamt því að hafa verið verkefna- og viðburðastjóri á Markaðs og samskiptasviði HÍ. Hún hefur starfað sem jafnréttisfulltrúi hjá Háskóla Íslands að undanförnu.

RSI Golf

Síðsumarsmótið 2012
Texas scramble.
Verður á Haukadalsvelli Geysi 2. september 2012
Þarna býðst félagsmönnum að taka með sér maka eða félaga í mótið
Þátttökugjald er kr. 4.000.- pr. einstakling
Innifalið er: Golf og súpa að hætti hússins
Ath. Reiknuð er samanlögð leikforgjöf beggja kylfinga og svo deilt í með 5.
Sé útreiknuð forgjöf hærri en forgjöf annars hvors kylfings gildir forgjöf viðkomandi kylfings
Mæting er kl 11:00
Áætlað er að hefja leik kl. 12:00
Skráning hefst 22.ágúst og lýkur 30. ágúst kl 16.
Hjá Stefáni í síma 580 5253 eða
Til að skrá sig vinsamlegast skráið:
Nafn, - Kennitölu, - GSM, grunnforgjöf.
og sendið á stefan@rafis.is

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?