Fréttir frá 2012

09 23. 2012

Afhending sveinsbréfa september 2012

sveinsbrefUm nýliðna helgi voru sveinsbréf afhent nýsveinum í rafvirkjun, rafveituvirkjun og rafeindavirkjun. Að þessu sinni fengu alls 57 nýsveinar sveinsbréf, 48 í rafvirkjun, 3 í rafveituvirkjun og 6 í rafeindavirkjun. Þetta stór áfangi í lífi hvers einstaklings að ljúka námi og fá staðfestingu á getu og þekkingu sinni. Sveinsbréfið nýtist handhafa til starfa hérlendis í viðomandi iðngrein en er einnig nýtt sem staðfesting á menntun og þekkingu í nágrannalöndum okkar. Íslenskir iðnlærðir einstaklingar eru ekki eingöngu eftirsóttir hér á Íslandi en þeir eru einnig eftirsóttir í nágrannalöndum okkar líkt og í Noregi. 

Menntun okkar fólks er mjög víðtæk og djúp en þar af leiðandi eru íslenskir rafiðnaðarmenn eftirsóttir í störfum þar sem meðal annars hugvit, reynsla, útsjónasemi og metnaður er mikilvægir eiginlegar fólks. Mikill meirihluti nýsveina eru nú þegar komnir með störf við sitt hæfi og er það gríðarlega jákvætt.

Rafiðnaðarsamband Íslands óskar nýsveinum innilega til hamingju með gríðarlega góðan árangur og bjóðum nýsveina velkomna inn á íslenskan rafiðnaðarmarkað. Myndir frá sveinsbréfaafhendingunni er hægt að sjá með því að smella hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?