Fréttir frá 2012

08 31. 2012

Lögfræðingur

logfraediÞann 3. september hefur Dagný Ósk Aradóttir Pind störf sem lögfræðingur hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands. Dagný lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2004, síðan lauk hún BA prófi í lögfræði frá HÍ 2009 og Mag. Jur. prófi 2012. Hún var formaður stúdentaráðs til tveggja ára ásamt því að hafa verið verkefna- og viðburðastjóri á Markaðs og samskiptasviði HÍ. Hún hefur starfað sem jafnréttisfulltrúi hjá Háskóla Íslands að undanförnu. Félagsmenn RSÍ geta fengið lögfræði aðstoð hjá lögfræðingi RSÍ ef þörf er á aðstoð vegna kjara- og réttindamála. Við bjóðum Dagnýju velkomna til starfa.

Á sama tíma lætur Halldór Oddsson núverandi lögfræðingur RSÍ af störfum en hann hefur starfað hjá sambandinu frá 2009. Halldór mun hefja störf hjá Alþýðusambandi Íslands og mun hann starfa á lögfræðideild ASÍ. Við óskum Halldóri velfarnaðar í nýju starfi. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?