Fréttir frá 2012

09 24. 2012

FBM flytur á Stórhöfða 31

FBM Þriðjudaginn 25. september mun Félag bókagerðarmanna opna skrifstofuaðstöðu á Stórhöfða 31 í samstarfi við Rafiðnaðarsamband Íslands og MATVÍS. Félag bókagerðarmanna hefur hingað til verið með skrifstofuaðstöðu á Hverfisgötu en félagið hefur verið tengt húsinu allt frá því árinu 1941 þegar Hið íslenska prentarafélagið keypti húsið af Sigurði Jónassyni þáverandi forstjóra Tóbakseinkasölu ríkisins. Hið íslenska prentarafélag var eitt af þeim félögum sem stóðu að stofnun Félags bókagerðarmanna árið 1980 en Félag bókagerðarmanna hefur verið með skrifstofur sínar í húsinu allar götur síðan.

Starfsmenn FBM eru tveir talsins en það eru þau Georg Páll Skúlason og Hrafnhildur Ólafsdóttir og verða þau með aðstöðu í austurenda 3. hæðar á Stórhöfða 31. RSÍ, MATVÍS og FBM munu í framhaldinu standa að sameiginlegri móttöku þar sem markmiðið er að veita félagsmönnum áfram framúrskarandi góða þjónustu.

Við bjóðum Félag bókagerðarmanna sem og félagsmenn þess velkomið á Stórhöfða 31 og væntum þess að samstarf félaganna verði mikið og gott á komandi árum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?