Fréttir frá 2012

10 3. 2012

Göngum til góðs.

gongum til godsGerðu tvö góðverk.

Næstkomandi laugardag 6. október verður Gengið til góð fyrir Rauða krossinn. Reynslan sýnir að árangur söfnunarinnar helst fyrst og fremst í hendur við hversu vel gengur að fá sjálfboðaliða til að ganga, þ.e. mest safnast þegar sem flestir ganga. Þið getið skráð ykkur hér á söfnunarstöð á ykkar svæði: http://raudikrossinn.is/flex/gtg/ hófið saman fólki, takið börnin, vini og vandamenn með ykkur og eigið góðan dag. Allar nánari upplýsingar um söfnunina á gongumtilgods.is

Mig langar líka að kanna hvort þið viljið vera svo væn að áframsenda neðangreindan póst á vini/ vinnustaðinn/skólann ykkar (nú eða kórinn og skokkklúbbinn)   og hvetja þar með fólk til að ganga sér og öðrum til góðs. Setja má auglýsinguna inn á vef fyrirtækja; innri eða ytri, og/eða prenta út og hengja upp í kaffistofum. 

Söfnunarstöðvar eru um allt land. Það eina sem þarf að gera er að velja sér stöð, mæta þangað milli kl. 10 og 18, fá söfnunarbauk og götu úthlutað og ganga af stað - í svona klukkutíma eða tvo.

Sjáið hvað þetta er auðvelt og skemmtilegt: http://www.youtube.com/Icelandicredcross

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?