Fréttir frá 2012

07 22. 2012

Atvinnuleysi í júlí 2012

VMSTNokkuð hefur dregið úr atvinnuleysi á meðal félagsmanna RSÍ á undanförnum mánuðum en í janúar síðastliðnum voru félagsmenn í atvinnuleit alls 125 talsins en í dag eru þeir 107. Rétt er að minna á að mikill fjöldi félagsmanna hefur farið erlendis ásamt því að einhverjir hafa nýtt sér ástandið og lokið formlegri menntun en á árunum fyrir Hrun var atvinnuleysi nær óþekkt á meðal Rafiðnaðarmanna. Skiptingu á milli rafiðngreina og félaga má sjá í töflu hér að neðan:

Félag tæknifólks í rafiðnaði FTR 44
Rafvirkjafélag Norðurlands RFN 2
Félag íslenskra rafvirkja FÍR 26
Félag rafeindavirkja FRV 14
Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi FRS 2
Rafiðnaðarfélag Suðurnesja RFS 2
Félag íslenskra símamanna FÍS 16
Félag sýningarmanna við kvikmyndahús FSK 1
Samtals:   107

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?