Logo RSÍ_2Nú styttist óðum í aðalfundi aðildarfélaga RSÍ en dagsetningar fundanna má finna undir "Viðburðadagatalinu" sem finna má á forsíðu heimasíðunnar.

En tímasetningar eru eftirfarandi:

facebook logo1Nýverið var stofnuð síða á Facebook af íslenskum rafvirkja en á síðunni miðla rafiðnaðarmenn upplýsingum á milli sín og þá sérstaklega upplýsingum um laus störf hér heima sem og erlendis. Flott framtak hjá okkar mönnum.

mynd1Viltu vinna á Skógarnesi í sumar ?

Rafiðnaðarsamband Íslands auglýsir eftir hjónum eða pari til þess að vinna á orlofssvæði sambandsons á Skógarnesi við Apavatn í sumar.

Á orlofssvæðinu eru 15 orlofshús og stórt tjaldsvæði ásamt margskonar leiksvæðum.

Logo RSÍNú styttist óðum í aðalfundi aðildarfélaga RSÍ en dagsetningar fundanna má finna undir "Viðburðadagatalinu" sem finna má á forsíðu heimasíðunnar.

En tímasetningar eru eftirfarandi:

www.norden.orgRétt er að benda á góða síðu þar sem farið er yfir hin ýmsu mál er tengjast vinnumarkaði á Norðurlöndunum. Upplýsingar eru um hvað ber að hafa í huga ef fólk hyggst flytja á milli landanna og hvernig uppbygging landanna er í heilbrigðis-, húsnæðis-, bifreiða- og tollamálum svo eitthvað sé nefnt.

Verkidn islandsmot2012Íslandsmót iðn og verkgreina heppnaðist gríðarlega vel þetta árið, keppt var í fjölmörgum greinum og var alveg frábært að sjá hversu öflugt ungt fólk er að koma út úr skólunum. Mikilvægi iðn og verkgreina hefur ætíð verið mikið en nú er bráðnauðsynlegt fyrir íslenskt þjóðfélag að fjölga útskrifuðum nemendum í þessum greinum til að þjóðfélagið geti byggt upp öflugra iðn- og hátæknisamfélag. Rafiðngreinar skipta miklu máli í flestum nýsköpunar og háttæknifyrirtækjum enda er oft á tíðum verið að þróa nýjan rafbúnað eða smíða tölvuleiki og til þess þarf sérstaklega menntað fólk. 

Verkidn 2Íslandsmót iðn og verkgreina hófst í dag í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Gríðarlegur fjöldi grunnskólanemenda kíkti á mótið og kynnti sér þær fjölmörgu iðn og verkgreina sem keppt er í. Iðngreinar eru mjög góður kostur fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á því að afla sér þekkingar og vilja hafa möguleika á góðum tekjum. Rafiðngreinar hafa verið með arðsamari greinum sem hægt er að mennta sig í og eru oft á tíðum álíka arðbær og læknisnám. Þetta þýðir að þeir sem ljúka rafiðnnámi geta átt von á mjög góðum tekjum sem án þess að leggja í mikinn kostnað við menntunina sem slíka.

VerkidnSérstök umfjöllun var í Fréttablaðinu í gær um Íslandsmót iðn og verkgreina sem mun fara fram þann 9. og 10. mars næstkomandi (föstudag og laugardag). Ein greinin var skrifuð af formanni RSÍ og birtist hún hér að neðan, nánari upplýsingar um keppnina má sjá á www.verkidn.is og einnig í aukablaði sem fylgdi Fréttablaðinu þann 6. mars.

verkidn islmot-1Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 9. – 10. mars. Mótið hefst kl. 9.30 föstudaginn 9. mars og lýkur kl. 16.00 næsta dag.
Katrín Jakobsdóttir menningar- og menntamálaráðherra setur Íslandsmótið og Menntadag iðnaðarins kl. 13:00 föstudaginn 9. mars í Sólinni í HR.

Stafir smallSjóðfélagafundur Stafa 21. feb.

 

Stjórn lífeyrissjóðsins Stafa stóð fyrir sjóðsfélagafundi síðastliðin þriðjudag. Þar var til umræðu skýrsla óháðrar nefndar sem ríkissáttasemjari skipaði um tap lífeyrissjóðanna við efnahagshrunið í október 2008. Á fundinn mættu um 50 sjóðsfélagar, auk þess hefur skýrslan verið til umfjöllunar á fundi miðstjórnar RSÍ og fundi stjórnar og trúnaðarráðs FÍR. Fulltrúar rafiðnaðarmanna í stjórn lífeyrissjóðsins hafa verið á öllum þessum fundum auk framkvæmdastjóra sjóðsins.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?