Fréttir frá 2012

04 13. 2012

Sumarstarf á Skógarnesi

mynd1Viltu vinna á Skógarnesi í sumar ?

Rafiðnaðarsamband Íslands auglýsir eftir hjónum eða pari til þess að vinna á orlofssvæði sambandsons á Skógarnesi við Apavatn í sumar.

Á orlofssvæðinu eru 15 orlofshús og stórt tjaldsvæði ásamt margskonar leiksvæðum.  Ráðningartími er frá miðjum maí og fram í september. Um er að ræða mikla vinnu um helgar ásamt umsjón svæðisins virka daga. Mjög góð íbúðar- og vinnuaðstaða er á staðnum.Laun eru samkvæmt kjarasamningum RSÍ. Starfið snýst m.a. um viðhald tækja og búnaðar ásamt því að hafa umsjón með húsnæði og raftæknibúnaði á svæðinu. Gerð er krafa um rafiðnaðarmenntun eða sambærilega menntun. Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu Rafiðnaðarsambandsins Stórhöfða 31 Reykjavík.

Umsókn  skal senda þangað fyrir 20. apríl næstkomandi.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?