Fréttir frá 2012

03 9. 2012

Íslandsmót iðn og verkgreina! (Myndir)

Verkidn 2Íslandsmót iðn og verkgreina hófst í dag í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Gríðarlegur fjöldi grunnskólanemenda kíkti á mótið og kynnti sér þær fjölmörgu iðn og verkgreina sem keppt er í. Iðngreinar eru mjög góður kostur fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á því að afla sér þekkingar og vilja hafa möguleika á góðum tekjum. Rafiðngreinar hafa verið með arðsamari greinum sem hægt er að mennta sig í og eru oft á tíðum álíka arðbær og læknisnám. Þetta þýðir að þeir sem ljúka rafiðnnámi geta átt von á mjög góðum tekjum sem án þess að leggja í mikinn kostnað við menntunina sem slíka.

En einnig er vert að benda á að þeir sem ljúka iðnnámi enda ekki í blindgötu menntalega séð því með því að bæta örlitlu við einingar í ákveðnum greinum þá geta nemendur klárað stúdentspróf og eru því fullfærir til þess að fara í enn frekara nám óski þeir þess. Það er umtalað á markaðnum að þeir sem ljúka iðnnámi og læra að vinna með höndunum verða yfirleitt færustu sérfræðingarnir þegar þeir ákveða að sérhæfa sig ennfrekar. Hvetjum áhugasama að kíkja við á morgun, laugardag, en keppni stendur yfir frá 9:30 - 16:00 og eftir það taka við skemmtiatriði og verðlaunaafhending kl. 17:15!

Myndir frá Íslandsmótinu má finna hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?