Fréttir frá 2012

03 18. 2012

Úrslit í rafiðngreinum í íslandsmóti Iðn og verkgreina 2012

Verkidn islandsmot2012Íslandsmót iðn og verkgreina heppnaðist gríðarlega vel þetta árið, keppt var í fjölmörgum greinum og var alveg frábært að sjá hversu öflugt ungt fólk er að koma út úr skólunum. Mikilvægi iðn og verkgreina hefur ætíð verið mikið en nú er bráðnauðsynlegt fyrir íslenskt þjóðfélag að fjölga útskrifuðum nemendum í þessum greinum til að þjóðfélagið geti byggt upp öflugra iðn- og hátæknisamfélag. Rafiðngreinar skipta miklu máli í flestum nýsköpunar og háttæknifyrirtækjum enda er oft á tíðum verið að þróa nýjan rafbúnað eða smíða tölvuleiki og til þess þarf sérstaklega menntað fólk. 

Úrslit liggja fyrir af Íslandsmótinu en við látum nægja að telja upp okkar fólk í rafvirkjun og rafeindavirkjun.

 

Rafvirkjun

Gull  Börkur Guðmundsson  Verkmenntaskólinn á Akureyri
Silfur   Ingvi Þór Óskarsson  Framhaldsskóli Norðurlands vestra
Brons Gísli Már Guðjónsson  Tækniskólinn

Þóra Björk Samúelsdóttir Íslandsmeistari 2010 í rafvirkjun veitti verðlaunin.

 

Rafeindavirkjun

Gull  Njáll Hilmar Hilmarsson  Tækniskólinn
Silfur   Davíð Sæmundsson  Tækniskólinn
Brons  Arnar Helgi Ágústsson  Tækniskólinn
Brons   Halldór Guðni Traustason  Tækniskólinn

Eyjólfur Ólafsson formaður Félags rafeindavirkja afhenti verðlaunin.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?