asi storAllt að 25% verðmunur á hæsta og lægsta verði í yfir helmingi tilvika

asi stor

Allt að 25% verðmunur á hæsta og lægsta verði í yfir helmingi tilvika

Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í þremur lágvöruverðverslunum og fjórum stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu og Ísafirði mánudaginn 20. febrúar.

VMSTAtvinnuleysi á meðal félagsmanna RSÍ helst lítið breytt á milli mánaða, í desember voru 126 manns í atvinnuleit, í janúar voru atvinnuleitendur 125. Hlutfall atvinnuleitenda á meðal rafiðnaðarmanna er því rétt um 2,5% líkt og undanfarna mánuði. Skiptingu á milli félaga má sjá í töflu hér að neðan.

Logo RSÍMiðstjórn RSÍ kom saman síðastliðinn föstudag. Á fundinum var farið yfir úttektarskýrslu um fjárfestingar lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Mikil og góð umræða varð um skýrsluna og eru menn á því að nýta eigi skýrsluna til þess að gera úrbætur á þeim atriðum sem athugasemdir eru gerðar við. Fjölmargar úrbætur hafa nú þegar verið gerðar hjá Stöfum lífeyrissjóði. Stafir hafa haldið fjölmarga sjóðsfélagafundi á undanförnum árum þar sem farið hefur verið ítarlega yfir stöðu sjóðsins og hvernig efnahagsástandið hefur komið við hann. Ítarlega hefur verið farið yfir þá þætti sem sjóðurinn hefur tapað á og reynt hefur verið eftir fremsta megni að hafa upplýsingaflæði gott til sjóðsfélaga.

Videofundir nethnappurNú hafa upptökur verið birtar af öllum fundum sem ASÍ hélt á síðustu tveimur mánuðum. Á fundunum var farið yfir vaxtamál okkar Íslendinga í samanburði við nágrannalönd okkar, hvaða áhrif íslenska krónan hefur á heimilin í landinu og hvernig húsnæðismarkaðurinn er uppbyggður í Danmörku svo eitthvað sé nefnt.


nysveinahatid2012Um liðna helgi var verðlaunahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík haldin. Þetta er í sjötta skipti sem IMFR heldur þessa hátíð og tókst vel til að vanda. Hátíðin er mjög hátíðleg en á hátíðinni eru verðlaun afhent þeim nýsveinum sem luku sveinsprófi á liðnu ári með afburðaárangri. Að þessu sinni fengu 9 rafiðnaðarsveinar afhent verðlaun en þar af voru 4 nýsveinar í rafvirkjun og 5 nýsveinar í rafeindavirkjun.

asi logo v3 cmyk-2

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á útsvari og álagningu fasteignagjalda hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins fyrir árið 2012.

Smellið hér

 

Uttekt LL

Búið er að birta skýrslu um úttekt á fjárfestingarstefnu Lífeyrissjóðanna, ákvörðunum stjórna og lagaumhverfi sjóðanna í aðdraganda Hruns íslenska bankakerfisins árið 2008. Skýrslan er í fjórum bindum og hefur verið birt og gerð aðgengileg á heimasíðu Landssamtaka Lífeyrissjóðanna. Við hvetjum félagsmenn sem og sjóðsfélaga til að kynna sér efni skýrslunnar.

Hækkun launa 3,5%

1. febrúar tóku gildi nýjir launataxtar kjarasamninga, en almennt hækka laun um 3,5% eða lægstu launataxtarnir 11.000 kr. Til þess að skoða launataxta RSÍ-SA/SART er hægt að smella hér. Á næstu dögum verður uppfærð kaupskrá kjarasamninga RSÍ birt á vefnum og verður þess getið með frétt. Rétt er að geta þess að langflestir launþegar eru á eftir-á-greiddum launum og því mun þessi hækkun koma til greiðslu um mánaðarmótin febrúar-mars. Biðjum við fólk um að fylgjast vel með því á launaseðlum að hækkunin skili sér til allra!

allir vinna

Vert er að benda á að þeir aðilar sem hafa hug á að nýta sér lækkun á tekjuskattstofni í tengslum við verkefnið "Allir vinna" vegna framkvæmda sem farið var í árið 2011 þurfa að skila inn umsóknum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti og lækkun tekjuskattsstofns fyrir 31. janúar næstkomandi. Eftir þann dag þá verður virðisaukaskattur eingöngu endurgreiddur líkt og gert hefur verið undanfarin tvö ár. Árið 2012 verður verkefninu haldið áfram að hluta til eins og áður sagði án þess að tekjuskattstofninn lækki. Nánari upplýsingar er að finna á www.skattur.is

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?