Fréttir frá 2012

02 13. 2012

Úttektarskýrsla um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða

Logo RSÍMiðstjórn RSÍ kom saman síðastliðinn föstudag. Á fundinum var farið yfir úttektarskýrslu um fjárfestingar lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Mikil og góð umræða varð um skýrsluna og eru menn á því að nýta eigi skýrsluna til þess að gera úrbætur á þeim atriðum sem athugasemdir eru gerðar við. Fjölmargar úrbætur hafa nú þegar verið gerðar hjá Stöfum lífeyrissjóði. Stafir hafa haldið fjölmarga sjóðsfélagafundi á undanförnum árum þar sem farið hefur verið ítarlega yfir stöðu sjóðsins og hvernig efnahagsástandið hefur komið við hann. Ítarlega hefur verið farið yfir þá þætti sem sjóðurinn hefur tapað á og reynt hefur verið eftir fremsta megni að hafa upplýsingaflæði gott til sjóðsfélaga.

Bent var á að þegar fjallað er um tap sjóðanna þá verði að halda því til haga að í stóru eignasafni þá þarf að forðast að horfa eingöngu á tap-liðina. Því þegar áhættu eignasafnsins er dreift þá felst áhættudreifingin í því að reyna að hámarka ávöxtun fjármagnsins og forðast þá áhættusamar fjárfestingar. Fjárfest var erlendis til þess að dreifa áhættunni þó svo erlend fjárfesting sveflist í raun og veru mikið í samræmi við gengi gjaldmiðla og þá helst íslensku krónunnar.

Því verður að horfa á heildareignasafnið ef menn vilja sjá raunverulega stöðu sjóðanna. Fjallað verður áfram um skýrsluna á næstu fundum miðstjórnar og kom það fram að sjóðsfélagafundir verði haldnir á næstunni til þess að fjalla um stöðuna og úttektarskýrsluna.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?