cover rsi-sa_sart-2011

Í dag var skrifað undir samkomulag um að kjarasamningar aðildarsamtaka ASÍ og SA myndu halda gildi sínu og munu laun því hækka um næstu mánaðarmót um 3,5% eða sérstök hækkun á lægstu launatöxtum um 11.000 kr. Þær forsendur sem lágu til grundvallar er líta til kaupmáttar launa, verðbólgu og gengis krónunnar héldu að þessu sinni en ríkisstjórn hefur enn ekki efnt öll þau loforð sem getið er um í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Líkt og komið hefur fram þá hefur verið unnið að mati á forsendum kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Í rafrænu fréttabréfi sem félagsmönnum var sent fyrir skömmu var farið yfir þær forsendur sem lágu til grundvallar að þessu sinni en mikilvægustu forsendurnar sem snúa beint að kjörum fólks héldu að þessu sinni. Þær forsendur sem um ræðir eru þær að kaupmáttur launa þurfti að hafa aukist á viðmiðunartímabilinu desember 2010 til desember 2011, verðlag hafi haldist stöðugt og gengi íslensku krónunnar hafi styrkst.

Miklar hækkanir á gjaldskrám leikskóla milli ára.

Um áramótin tóku gildi lög sem breyta fyrirkomulagi á séreignarlífeyrissparnaði frá því sem þekkst hefur undanfarin ár. Hingað til hefur launþegum verið heimilt að leggja fyrir allt að 4% af sínum launum í séreignarsparnað og hafa þá fengið 2% á móti frá atvinnurekanda án þess að greiða tekjuskatt af þessum greiðslum. Með þessari breytingu þá mun hámarkið sem launþegi leggur til lækka niður í 2%. Óski launþegi eftir því að greiða áfram 4% þá verður tekinn tekjuskattur af þessum 2% sem eru umfram gildandi hámark.

Á morgun verður formannafundur ASÍ haldinn, en málefni sem verður fjallað um á fundinum er staða kjarasamninga og farið verður yfir forsendur sem þeir eru byggðir á. Helstu forsendurnar eru þær að kaupmáttur launa þarf að hafa hækkað undanfarið ár, það þýðir að laun þurfa að hafa hækkað meira en verðbólga á sama tímabili. Gengi krónunnar þarf að hafa styrkst á samningstímanum og verðlag þarf að hafa verið stöðugt á sama tíma.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?