Fréttir frá 2012

01 6. 2012

Breyting á séreignarsparnaði

Um áramótin tóku gildi lög sem breyta fyrirkomulagi á séreignarlífeyrissparnaði frá því sem þekkst hefur undanfarin ár. Hingað til hefur launþegum verið heimilt að leggja fyrir allt að 4% af sínum launum í séreignarsparnað og hafa þá fengið 2% á móti frá atvinnurekanda án þess að greiða tekjuskatt af þessum greiðslum. Með þessari breytingu þá mun hámarkið sem launþegi leggur til lækka niður í 2%. Óski launþegi eftir því að greiða áfram 4% þá verður tekinn tekjuskattur af þessum 2% sem eru umfram gildandi hámark.

Rétt er að benda á það að launþegar þurfa ekki að óska eftir breytingum á greiðslu iðgjalds því það gerist sjálfkrafa að allir færast niður í 2%. Ef launþegi óskar hins vegar eftir því að greiða áfram 4% þá verður tekinn tekjuskattur eins og áður sagði af þeim 2% sem eru umfram 2% hámarkið.

Þetta felur í sér að óski launþegi eftir að greiða áfram 4% þá er tekinn tekjuskattur af inngreiðslunum í séreignarlífeyrissparnaðinn og síðan er aftur tekinn tekjuskattur þegar viðkomandi hefur töku lífeyrissparnaðarins á efri árum. Sem sagt þessi sparnaður verður þá tvískattaður.
Hefðu lögin ekki kveðið á um að séreignarsparnaður þeirra sem greiða 4% lækkaði sjálfkrafa þá hefðu viðkomandi ekki átt möguleika á því að komast hjá því að verða tvískattaðir þar sem flestir samningar um greiðslur í séreignarsparnað hafa uppsagnarfrest almennt er uppsagnarfresturinn 1 til 6 mánuðir. Að því leyti er sú aðgerð ein og sér að launþegar þurfi að óska eftir því að greiða hærra hlutfall launþeganum í hag. Takmörkunin sem slík á því að fólk leggi fé í sparnað er ekki skynsamleg, enda getur staða launþega verið misjöfn eftir því hversu lengi greitt hefur verið í lífeyrissjóð og þá hversu stutt er í töku lífeyris.

Þeir sem vilja greiða 4% áfram þurfa í flestum tilfellum að óska eftir því við sinn lífeyrissjóð og tilkynna atvinnurekanda um þá fyrirætlan tímanlega fyrir næstu útborgun.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?