Fréttir frá 2012

03 1. 2012

Launataxtar RSÍ-SA/SART

Hækkun launa 3,5%

1. febrúar tóku gildi nýjir launataxtar kjarasamninga, en almennt hækka laun um 3,5% eða lægstu launataxtarnir 11.000 kr. Til þess að skoða launataxta RSÍ-SA/SART er hægt að smella hér. Á næstu dögum verður uppfærð kaupskrá kjarasamninga RSÍ birt á vefnum og verður þess getið með frétt. Rétt er að geta þess að langflestir launþegar eru á eftir-á-greiddum launum og því mun þessi hækkun koma til greiðslu um mánaðarmótin febrúar-mars. Biðjum við fólk um að fylgjast vel með því á launaseðlum að hækkunin skili sér til allra!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?