Fréttir frá 2012

02 7. 2012

Verðlaunahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík 2012


nysveinahatid2012Um liðna helgi var verðlaunahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík haldin. Þetta er í sjötta skipti sem IMFR heldur þessa hátíð og tókst vel til að vanda. Hátíðin er mjög hátíðleg en á hátíðinni eru verðlaun afhent þeim nýsveinum sem luku sveinsprófi á liðnu ári með afburðaárangri. Að þessu sinni fengu 9 rafiðnaðarsveinar afhent verðlaun en þar af voru 4 nýsveinar í rafvirkjun og 5 nýsveinar í rafeindavirkjun.

Eftirtaldir fengu verðlaun afhent og óskum við þeim öllum innilega til hamingju með frábæran árangur. Það vekur einnig athygli að af 9 nýsveinum eru 3 konur í hópnum sem sýnir og sannar að rafiðngreinar eru einnig góður vettvangur fyrir konur enda krefjast störf rafiðnaðarmanna einna fremst mikillar rökhugsunar og henta því jafnt báðum kynjunum. Konur ættu nýta sér þessa hvatningu og sækja sér rafiðnmenntun enda góð störf með góðum launum í boði!

Verðlaunahafi:  Iðngrein:
Dagur Hilmarsson   Rafvirkjun
Sigurgísli Jónasson  Rafvirkjun
Ágústa Ýr Sveinsdóttir  Rafvirkjun
Þóra Björk Samúelsdóttir  Rafvirkjun
Kristján Bjarki Purkhus  Rafeindavirkjun
Hörður Vilberg Harðarson  Rafeindavirkjun
Hermann Þór Gíslason  Rafeindavirkjun
Sylvía Dagsdóttir  Rafeindavirkjun
Flóki Sigurðsson  Rafeindavirkjun

 

Iðnaðarmaður ársins að þessu sinni er Ragnar Axelsson ljósmyndari. Iðnaðarmaður ársins er tilnefndur úr flokki þeirra iðnaðarmanna sem hafa unnið gríðarlega gott starf í þágu löggiltra iðngreina.

Að lokum var veitt viðurkenning fyrir samstarf hönnuða og framleiðenda en að þessu sinni voru það Go Form Design Studio og Brúnás innréttingar sem hlutu viðurkenninguna fyrir þeirra framlag í hönnun og framleiðslu á íslenskum innréttingum.

Óskum við öllum til hamingju með flottan árangur. Fleiri myndir eru aðgengilegar í myndaalbúmi hér á heimasíðunni.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?