Fréttir frá 2012

04 24. 2012

Aðalfundur félags rafeindavirkja

FRV logoÍ gær, mánudag, var aðalfundur félags rafeindavirkja haldinn og var farið yfir hefðbundin aðalfundarstörf. Fundurinn hófst á kynningu frá Raftækniskólanum en í skólanum er kennd rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafvéla- og rafveituvirkjun. Talsverðar breytingar eru að verða á kennslu fyrirkomulagi en í stað hefðbundinnar kennsluaðferðar þá munu nemendur vinna að verkefnabundnu námi.

Þetta þýðir í stuttu máli að nemendur mæta í skólann og fá ákveðinn lista af verkefnum sem þarf að ljúka á hverri önn og geta hagað framvindu sinni eftir hentugleika, á skemmri tíma en almennt gerist þegar áhugi er mikill. Reynslan hefur sýnt mönnum að þegar nemendur vinna að óhefðbundum verkefnum þá gengur þeim yfirleitt betur að tileinka sér þau vinnubrögð sem nauðsynleg eru í þessum greinum.

Skýrsla stjórnar var lögð fram ásamt reikningum félagsins. Breyting varð á stjórn félagsins þar sem Kristján Þórður Snæbjarnarson fór úr stjórn félagsins og tók sæti í trúnaðarráðinu, Eyjólfur Ólafsson er áfram formaður en hann tók við þegar Kristján var kjörinn formaður RSÍ á síðasta ári. Hörður Bragason er varaformaður og nýr í stjórn félagsins, Hörður var áður í trúnaðarráðinu. Axel Kristinn Gunnarsson kemur nýr inn sem varamaður í trúnaðarráði. Myndir af aðalfundinum má skoða hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?