orlofslogÚthlutun orlofshúsa fer fram miðvikudaginn 8.apríl 2015.
Allir umsækjendur fá netpóst um niðurtöðuna og eru félagsmenn hvattir til að skoða hvort þeir séu með skráð rétt netfang inni á "Síðan mín" á orlofsvefnum. 

asiMesti verðmunur á páskaeggjum reyndist 57% en algengast var að sjá um 30% verðmun á hæsta og lægsta verði páskaeggja í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudaginn. Bónus var oftast með lægsta verðið en Samkaup-Úrval var oftast með hæsta verðið. Flest páskaeggin í könnuninni voru fáanleg hjá Fjarðarkaupum en fæst í Bónus.

rafidnadarsambandidFélagsdómur hefur dæmt boðun verkfalls verkfalls félagsmanna aðildarfélaga Rafiðnaðarsambands Íslands í störfum hjá RÚV ólögmæta. Forsendur dómsins eru þær, að þar sem atkvæði félagsmanna þeirra aðildarfélaga RSÍ sem í hlut áttu hafi verið talin sameiginlega sé boðunin ólögmæt.

bordar 1300x400 06Í dag lauk atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar hjá félagsmönnum RSÍ er starfa hjá Ríkisútvarpinu ohf. Alls greiddu 46 félagsmenn atkvæði en á kjörskrá voru samtals 55 félagsmenn. Það þýðir að 83,6% þeirra sem á kjörskrá voru greiddu atkvæði!

rafidnadarsambandidÍ kvöld var skrifað undir kjarasamning við Norðurál fyrir hönd verkalýðsfélaga er standa að kjarasamningnum. Kjarasamningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum RSÍ er starfa hjá Norðuráli á næstkomandi mánudag og

bordar 1300x400 01Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hjá RÚV hófst í fyrradag, föstudaginn 13. mars, í kjölfar félagsfundar sem haldinn var í húsakynnum RÚV. Atkvæðagreiðsla mun standa yfir til þriðjudagsins 17. mars kl. 15:00 líkt og auglýst hefur verið á vinnustaðnum.

rafidnadarsambandidÍ morgun kl. 10 áttu fulltrúar iðnaðarmannasamfélagsins fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem kröfur okkar voru lagðar fram. Kröfur okkar byggja á þeim markmiðum að endurskoða launakerfi iðnaðarmanna, færa launataxtana nær greiddu kaupi sem greitt er á íslenskum vinnumarkaði. Leggja grunn að aukinni fjölgun í iðngreinum enda skortir nýliðun í fjölmörgum iðngreinum.

Næstkomandi föstudag verður fundur með fulltrúum iðnaðarmannafélaganna og SA þar sem kröfur okkar verða lagðar fram. Iðnaðarmannafélögin hafa þegar lagt fram skýr markmið við endurnýjun kjarasamninganna og mun kröfugerðin taka mið af því.

4

Námsefni í verkgreinum
– stöðulýsing
– framtíðarsýn

13. mars kl. 13–16 Grand Hótel Reykjavík

Opnunarávarp:
Illugi Gunnarsson,mennta- og menningarmálaráðherra
Staða stefnumótunar í starfsmenntamálum

Apavatn2009(11)Orlofsvefurinn er nú opinn fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum og leigu tjaldvagna í eigu RSÍ sumarið 2015. Umsóknartímabilið er frá 1.mars til 31.mars, sótt er um dvöl í orlofshúsi eða tjaldvagn á tímabilinu frá 29.maí til 28.ágúst.

Undirflokkar

whiteRafræn leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls er hafin meðal félagsmanna í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands sem starfa á almennum kjarasamningi RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslur standa einnig yfir í öðrum félögum iðnaðarmanna.

Félagsmenn eru spurðir hvort þeir vilji að boðað verði allsherjarverkfall sem standi frá miðnætti aðfararnótt 10. júní til miðnættis að kvöldi 16. júní 2015 og til ótímabundins allsherjarverkfalls frá miðnætti aðfararnótt 24. ágúst 2015. Verkfall mun eingöngu koma til framkvæmda ef þörf krefur og ef kjarasamningar hafa ekki verið undirritaðir. Atkvæðagreiðslu lýkur þann 1. júní kl. 10.

Þeir félagsmenn sem starfa á almenna samningnum fá bréf sent heim til sín með upplýsingum um atkvæðagreiðsluna og kóða sem þeir geta notað til þess að greiða atkvæði. Fái einhver ekki bréf sem telur sig eiga rétt á að kjósa er hægt að hafa samband við skrifstofu RSÍ.

Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur félagsmenn eindregið til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og sýna hug sinn í verki. Góð þátttaka og góð samstaða sendir mikilvæg skipaboð að samningaborðinu. Við viljum að íslenskur vinnumarkaður verði samkeppnishæfur við Norðurlöndin og að fólk geti lifað mannsæmandi fjölskyldulífi af dagvinnulaunum. Með því að nýta samtakamáttinn getum við náð markmiðum okkar og fengið sanngjarnar kjarabætur.

Hér má nálagast ýmsar upplýsingar um kjaraviðræður 2015.

Hér er hlekkur á kosningasíðu.          

Tökum öll þátt í atkvæðagreiðslunni!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?