Fréttir frá 2015

03 25. 2015

Verkfall hjá RÚV frestast um sinn

rafidnadarsambandidFélagsdómur hefur dæmt boðun verkfalls verkfalls félagsmanna aðildarfélaga Rafiðnaðarsambands Íslands í störfum hjá RÚV ólögmæta. Forsendur dómsins eru þær, að þar sem atkvæði félagsmanna þeirra aðildarfélaga RSÍ sem í hlut áttu hafi verið talin sameiginlega sé boðunin ólögmæt.

 

Í dóminum segir: „Þannig fór hvorki fram atkvæðagreiðsla né talning á atkvæðum félagsmanna hvors stéttarfélags fyrir sig, heldur voru öll atkvæði félagsmanna beggja stéttarfélaga greidd og talin í einu lagi. Eins og atkvæðagreiðslu var háttað liggur ekki fyrir vilji félagsmanna hvors stéttarfélags um sig. Það er mat réttarins að slíkt samrýmist ekki ákvæðum 14. og 15.gr. laga nr. 80/1938.“

Þetta gerir það að verkum að verkfall frestast um sinn en á félagsfundi rétt fyrir kl 18.00 skýrðu fulltrúar RSÍ frá niðurstöðunni. Aðilar munu setjast að borðum á morgun, fimmtudag, og reyna áfram að leysa úr deilunni. Næsti fundur hjá Ríkissáttasemjara var boðaður á föstudag.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?