Fréttir frá 2015

03 13. 2015

Kröfugerð iðnaðarmanna lögð fram

rafidnadarsambandidÍ morgun kl. 10 áttu fulltrúar iðnaðarmannasamfélagsins fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem kröfur okkar voru lagðar fram. Kröfur okkar byggja á þeim markmiðum að endurskoða launakerfi iðnaðarmanna, færa launataxtana nær greiddu kaupi sem greitt er á íslenskum vinnumarkaði. Leggja grunn að aukinni fjölgun í iðngreinum enda skortir nýliðun í fjölmörgum iðngreinum.

 

Nauðsynlegt er að ná aukinni framleiðni í okkar greinum og teljum við mikið svigrúm í dag til þess að ná þessari stöðu.

Hér má sjá kröfugerð sem lögð var fram á fundinum áðan. Næsti fundur var ákveðinn í næstu viku.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?