Fréttir frá 2015

03 17. 2015

Vinnustöðvun hjá RÚV samþykkt!

bordar 1300x400 06Í dag lauk atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar hjá félagsmönnum RSÍ er starfa hjá Ríkisútvarpinu ohf. Alls greiddu 46 félagsmenn atkvæði en á kjörskrá voru samtals 55 félagsmenn. Það þýðir að 83,6% þeirra sem á kjörskrá voru greiddu atkvæði!

 

Já sögðu 44 eða 95,7%
Nei sögðu 2 eða 4,3%
Auðir og ógildir 0 eða 0%

Því verður gripið til vinnustöðvunar hjá Ríkisútvarpinu náist kjarasamningar ekki fyrir þann tíma.

Vinnustöðvanir verða með eftirfarandi hætti:

Í marsmánuði árið 2015:
Fimmtudaginn 26. mars frá kl. 06.00 til kl. 06.00 mánudaginn 30. mars.

Í aprílmánuði árið 2015:
Fimmtudaginn 9. apríl frá kl. 06.00 til kl. 06.00 mánudaginn 13. apríl.

Fimmtudaginn 23. apríl 2015 frá kl. 06.00 skal leggja niður störf ótímabundið.

 

Viðsemjendum sem og Ríkissáttasemjara hefur verið tilkynnt um niðurstöðuna.

Krafa starfsmanna er skýr! Starfsmenn vilja fá gerðan sérkjarasamning fyrir þeirra hönd en alla tíð síðan Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi hefur staða félagsmanna RSÍ er starfa hjá stofnuninni verið í lausu lofti. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?