Atkvæðagreiðslu um kjarasamning Rafiðnaðarsambands Íslands við Landsnet lauk á hádegi í dag.

Þann 23. september síðastliðinn var skrifað undir viðauka við kjarasamning verkalýðsfélaga við Norðurál, en eins og fram hefur komið hér þá var eingöngu launaliður kjarasamningsins laus og hefur núgildandi kjarasamningur gildistíma til 31.12.2014. Í dag var viðaukinn kynntur félagsmönnum okkar á Grundartanga. Miklar umræður urðu um kjarasamninginn en atkvæðagreiðsla hófst í gær og mun standa til kl. 12 mánudaginn 3. október. Við hvetjum alla félagsmenn okkar að greiða atkvæði um samninginn.

Í dag var skrifað undir nýjan kjarasamning við Landsnet. Eins og kom fram hér á síðunni í sumar þá var fyrri samningurinn felldur í atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn mun standa til kl. 12 þann 3. október næstkomandi. Við hvetjum félagsmenn okkar hjá Landsneti að greiða atkvæði um kjarasamninginn.

 

World_skills_mini

Félaga íslenskra rafvirkja sendir í byrjun október 2011 keppanda á World Skills keppnina í London. Þessi keppni, sem er heimsleikar iðnnema/iðnaðaraðarmanna yngri en 22 ára, er haldin á tveggja ára fresti. Síðast var keppnin haldin í Calgary í Kanada í október 2009 og þangað sendi félagið einnig keppanda og var það í fyrsta skipti sem það var gert(í Calgary kepptu 32 í rafvirkjun).

Nánar:


Í dag fengu nýsveinar í rafvirkjun, rafveituvirkjun og rafeindavirkjun afhent sveinsbréf. Þetta var flottur hópur nýsveina en alltaf eru afhent verðlaun fyrir besta árangur í verklegum þáttum, skriflegum hluta sveinsprófs og síðan samanlagðan árangur. Þetta á við um bæði sveinspróf í rafvirkjun sem og rafeindavirkjun. Að þessu sinni voru það tvær ungar konur, þær Ágústa Ýr Sveinsdóttir rafvirki og Sylvía Dagsdóttir rafeindavirki, sem náðu bestum árangri og ekki bara í einum hluta heldur hrepptu þær öll verðlaunin, þrenn hvor.  Þetta er í fyrsta skipti í sögu rafiðnaðarins sem tvær konur ná bestum árangri í öllum hlutum sveinsprófanna í báðum greinunum á sama tíma.

Ríkið hefur á undanförnum árum breytt stofnunum sem tilheyrt hafa ríkinu í opinber hlutafélög, svokölluð ohf félög. Ýmsar vangaveltur hafa sprottið upp í kjölfar þess og menn spyrja sig oft hver ástæðan sé með þeim aðgerðum. Eitt þessara fyrirtækja er t.d. ISAVIA, það tók formlega til starfa 1. maí  2010 en þar var sameinaður rekstur Flugstoða ohf og Keflavíkurflugvallar ohf. Á þeim tíma þegar þessi samruni varð settu félögin sér þá reglu að beiðni Samgönguráðuneytisins, sem nú fellur undir Innanríkisráðuneytið, að allir starfsmenn skuli láta af störfum við 67 ára aldur.

Nýr kjarasamningur milli SA/ISAL (Alcan á Íslandi) annars vegar og RSÍ, vlf. Hlíf, FIT, VM, VR og MATVÍS hins vegar var felldur í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í gær þriðjudaginn 6. september.

Í síðustu viku var skrifað undir tvo nýja kjarasamninga, annarsvegar við ISAL og hins vegar við HS Orku. Starfsmenn HS Orku hafa tekið afstöðu til samningsins og samþykkt hann. Það sem nýtt er í þeim samningi er að hann hefur hingað til eingöngu náð til starfsmanna HS Orku sem starfað hafa á Árborgarsvæðinu en nú hefur hann verið útvíkkaður og nær til starfssvæða HS Orku utan þess svæðis.

img01

Ertu í stuði?

Raunfærnimat í rafiðngreinum.

Kynningarfundur verður haldin mánudaginn  22. ágúst 2011 kl. 17

í Rafiðnaðarskólanum Stórhöfða 27 jarðhæð

(Gengið inn Grafarvogs megin)

Í hryðjuverkunum í Noregi féllu alls 77 einstaklingar, flestir þeirra voru ungt fólk á samkomu í Útey. En einnig létu nokkrir lífið í sprengingunni sem varð ekki langt frá miðbæ Oslóar. Ein af þeim var starfsmaður norska Rafiðnaðarsambandsins (EL&IT), Tove Knutsen. Tove var á leið heim úr vinnu þegar sprengingin varð, hún var vön að hjóla í og úr vinnu en þennan dag fór hún með hjólið í viðgerð því hún vildi hafa hjólið í góðu standi og ætlaði því að taka lestina heim úr vinnu. Hún átti því leið hjá staðnum þar sem sprengjan var staðsett, sem var skammt frá skrifstofu EL&IT.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?