Fréttir frá 2011

08 1. 2011

Samúðarkveðjur vegna atburðanna í Noregi

Í hryðjuverkunum í Noregi féllu alls 77 einstaklingar, flestir þeirra voru ungt fólk á samkomu í Útey. En einnig létu nokkrir lífið í sprengingunni sem varð ekki langt frá miðbæ Oslóar. Ein af þeim var starfsmaður norska Rafiðnaðarsambandsins (EL&IT), Tove Knutsen. Tove var á leið heim úr vinnu þegar sprengingin varð, hún var vön að hjóla í og úr vinnu en þennan dag fór hún með hjólið í viðgerð því hún vildi hafa hjólið í góðu standi og ætlaði því að taka lestina heim úr vinnu. Hún átti því leið hjá staðnum þar sem sprengjan var staðsett, sem var skammt frá skrifstofu EL&IT.
Samúðarkveðjur voru sendar til formanns EL&IT um síðustu helgi í kjölfar þessara hræðilegu atburða.
Fyrsta útför fórnarlambs hryðjuverkaárásarinnar var þann 29. júlí síðastliðinn. Tove Knutsen verður jarðsungin fimmtudaginn 4. ágúst næstkomandi. Við sendum aðstandendum hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?