Fréttir frá 2011

08 29. 2011

Kjarasamningar ISAL og HS Orku

Í síðustu viku var skrifað undir tvo nýja kjarasamninga, annarsvegar við ISAL og hins vegar við HS Orku. Starfsmenn HS Orku hafa tekið afstöðu til samningsins og samþykkt hann. Það sem nýtt er í þeim samningi er að hann hefur hingað til eingöngu náð til starfsmanna HS Orku sem starfað hafa á Árborgarsvæðinu en nú hefur hann verið útvíkkaður og nær til starfssvæða HS Orku utan þess svæðis.

Varðandi ISAL samninginn þá hefur hann nú þegar verið kynntur starfsmönnum af aðaltrúnaðarmanni ISAL og atkvæðagreiðsla hófst í dag. Niðurstaðna er að vænta þann 8. september næstkomandi úr sameiginlegri atkvæðagreiðslu starfsmanna.

Enn eru nokkrir samningar ófrágengnir og má þar nefna samninga við Norðurorku og Norðurál svo eitthvað sé nefnt. Unnið er að því að ganga frá samningi við Landsnet eftir að starfsmenn höfnuðu nýgerðum samningi í atkvæðagreiðslu 22. júlí síðastliðnum. Vonast er til að búið verði að ganga frá öllum samningum í septembermánuði.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?