Kjörstjórn RSÍ kom saman í dag, föstudaginn 22. júlí, þar sem talin voru atkvæði úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning Rafiðnaðarsambands Íslands við Landsvirkjun.

Við hvetjum félagsmenn okkar til þess að nýta sinn rétt og greiða atkvæði um nýgerða kjarasamninga við Landsvirkjun og Landsnet. Atkvæðagreiðsla stendur til kl. 23:59 fimmtudaginn 21. júlí.

Á fundi kjörstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands miðvikudaginn 6. júlí 2011 voru talin atkvæði úr rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamning við RARIK frá 20. júní 2011.

Þar voru á kjörskrá 103 og greiddu 50 atkvæði eða 48,5%.

Atkvæði féllu þannig:

Já        sögðu  29  eða  58 % greiddra atkvæða

Nei      sögðu  20  eða  40 % greiddra atkvæða

Auðir   var       1    eða    2 % greiddra atkvæða

Samningurinn telst því samþykktur.

Íbúð 15a á Spáni er laus til útleigu 4. - 18. ágúst n.k.

Af sér stökum ástæðum losnaði íbúð okkar í Torrevieja á Spáni tímabilið 4.-18. ágúst n.k.  Íbúðin sem er staðsett á frábærum stað í göngufæri við  miðbæ Torrevieja, tvær stórar verslunarmiðstöðvar, vatnsrennibrautargarð, veitingastaði  ofl. ofl.  Gisting er fyrir allt að 6 manns og búnaður allur miðast við þann fjölda. Sólbaðsaðstaða er á þaksvölum og sundlaug er í garðinum. Íbúðin er búin loftkælingu. Hægt er að bóka á orlofsvefnum .

Orlofshús – haust 2011.

Þann 1. júlí kl 9:00 opnast á netinu fyrir bókun á orlofshúsum fyrir tímabilið 26. ágúst 2011-3. janúar 2012

Orlofsíbúð í Kaupmannahöfn.

Ákveðið hefur verið að vera áfram með íbúðina við Johan Sempsgade í Kaupmannahöfn í leigu frá 2. september fram til 12. desember.

Opnað  hefur verið fyrir leigu og verður hægt að fá íbúðina í dagleigu, 13000 kr á sólarhring. 

Á fundi sem haldinn var í húskynnum 365 Miðla ehf. að Krókhálsi í dag 29. Júní 2011 kl 12:30, um kjarasamning Rafiðnaðarsambands Íslands við 365 Miðla ehf. Fór fram kosning um samninginn á kjörskrá voru 48 atkvæði greiddu 11 eða 22,9%.

Atkvæði féllu þannig:

Já sögðu 9 eða 81,8%

Nei sögðu 2 eða 18,2%

Samningurinn telst því samþykktur

Íslenskir veðurguðir brugðu heldur betur á leik í Spennugolfinu og á Fjölskylduhátíð.

Niðrurstaða liggur nú fyrir úr atkvæðagreiðslu um samninginn við Alcoa.

Niðurstaðan er eftirfarandi:

Á kjörskrá voru 414, atkvæði greiddu 308 eða 74,39%

Já sögðu 256 eða 83,12%
Nei sögðu 52 eða 16,88%

Auðir og ógildir seðlar voru engir.

Samningurinn er því samþykktur.

Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands við Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Á fundi kjörstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands miðvikudaginn 22. júní 2011 voru talin atkvæði úr rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Fjármálaráðherra.
Á kjörskrá voru 89 og greiddu 39 atkvæði eða 43,8%.

Samningurinn var samþykktur með 59,0% greiddra atkvæða.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?