Í dag kom samninganefnd ASÍ saman til þess að fjalla um forsendur kjarasamninganna sem undirritaðir voru þann 5. maí síðastliðinn. Niðurstaða nefndarinnar var að staðfesta gildistöku samninganna og því mun samningur til loka janúar 2014 taka gildi á morgun. Rétt er að benda á að ákveðnar forsendur þarf hins vegar að uppfylla til þess að samningurinn haldi þann tíma og verða forsendur metnar í janúar 2012 og aftur janúar 2013.

Í gær, 20. júní, var skrifað undir kjarasamning á milli RSÍ og RARIK. Samningurinn ásamt kjörgögnum verður sendur til viðeigandi félagsmanna og mun berast á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla verður með rafrænum hætti líkt og í flestum öðrum samningum og mun atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn ljúka þann 5. júlí næstkomandi.

Kjörstjórn RSÍ kom saman í dag, miðvikudaginn 15. júní, þar sem talin voru atkvæði úr tveimur atkvæðagreiðslum um kjarasamninga Rafiðnaðarsambands Íslands við Skipti vegna Símans og Mílu.

Síðastliðinn föstudag var skrifað undir nýjan kjarasamning við Alcoa Fjarðaál. Um er að ræða nýjan og mun ítarlegri kjarasamning en gilt hefur frá upphafi þar sem verksmiðjan hefur verið að þróast og starfsemi hefur náð vissum stöðugleika. Kjarasamningurinn verður kynntur starfsmönnum Alcoa á næstunni og munu starfsmenn greiða atkvæði um hann á næstu dögum og niðurstaða mun liggja fyrir þann 23. júní næstkomandi.

Kjörstjórn RSÍ kom saman í dag, þriðjudaginn 14. júní, þar sem talin voru atkvæði úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning Rafiðnaðarsambands Íslands við Reykjavíkurborg. Á kjörskrá voru 3, atkvæði greiddu 3 eða 100%

Kjörstjórn RSÍ kom saman í dag, föstudaginn 10. júní, þar sem talin voru atkvæði úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning Rafiðnaðarsambands Íslands við Orkuveitu Reykjavíkur Á kjörskrá voru 82, atkvæði greiddu 35 eða 42,7%

Kjörstjórn RSÍ kom saman í dag, föstudaginn 10. júní, þar sem talin voru atkvæði úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning Rafiðnaðarsambands Íslands við Félag Atvinnurekenda Á kjörskrá voru 138, atkvæði greiddu 43 eða 31,16%

Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins hefur skrifað öllum þingmönnum á Alþingi Íslendinga bréf þar sem hann skorar á þá að hafna framkomnum hugmyndum um skattlagningu á hreina eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris. Gylfi biður þingmenn um að standa vörð um hagsmuni þess launafólks sem býr við lökustu lífeyrisréttindin á Íslandi í stað þess að höggva þar sem síst skyldi.

rsmerki

Auglýsing um kjörfund.

Kjörfundur vegna kjarasamnings RSÍ og OR verður  á kynningafundi sem verður haldinn á Bæjarhálsi miðvikudaginn 8. Júní og heldur síðan áfram á Stórhöfða 31 til hádegis þess 10. Júní 2011.


Fjölskylduhátíð RSÍ verður að vanda haldin á orlofssvæði sambandsins á Skógarnesi dagana 24-26 júní næstkomandi. Hátíðin er ætluð félagsmönnum og verður aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn og fjölskyldu, ef félagsmenn bjóða gestum með sér þá er það skilyrði að þeir mæti á sama tíma á svæðið og framvísi félagsskírteinum. Gestir félagsmanna þurfa að greiða aðgangseyri ef áðurnefnd skilyrði eru uppfyllt. Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðunni þegar nær dregur.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?