Í gærkvöldi var undirritaður kjarasamningur RSÍ við Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn er í samræmi við það sem samið hefur verið um að undanförnu á almennum markaði. Samningurinn verður kynntur á fundi með starfsmönnum en fundurinn verður auglýstur þegar tímasetning liggur fyrir.

Enn fjölgar þeim kjarasamningum sem búið er að skrifa undir. Rétt er að benda félagsmönnum á að þegar greiða á atkvæði um kjarasamning þá þarf að passa upp á að velja rétta kosningasíðu miðað við á hvaða kjarasamningi viðkomandi er því þessa stundina er verið að kjósa um þrjá mismunandi kjarasamninga.

Kjörstjórn RSÍ kom saman í dag, mánudaginn 30. maí, þar sem talin voru atkvæði úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning Rafiðnaðarsambands Íslands f.h. Félags Íslenskra símamanna við Já, Upplýsingaveitnur ehf. Á kjörskrá voru 126, atkvæði greiddu 46 eða 36,5%

Í dag var stofnþing ASÍ-UNG haldið í húsakynnum Rafiðnaðarskólans. ASÍ-UNG er samstarfsvettvangur ungs fólks innan aðildarfélaga ASÍ og eru miklar vonir bundnar við að með stofnun ASÍ-UNG sé verið að stíga það skref að virkja ungt fólk til starfa innan verkalýðshreyfingarinnar. Á þessu stofnþingi var kosin stjórn sem mun sjá um að vinna að málefnum ungs fólks, hvort sem það er að auka þekkingu fólks á réttindum þeirra, störfum verkalýðshreyfingarinnar eða einfaldlega að efla félagsandann.

Kjörstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands kom saman í dag, miðvikudaginn 25. maí 2011, þar sem talin voru atkvæði úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins og Samtök rafverktaka. Á kjörskrá voru 2.267, atkvæði greiddu 598 eða 26,38%.

Kjarasamningar á milli RSÍ og Skipta vegna Símans og Mílu var undirritaður í gær. Atkvæðagreiðsla hefst á næstu dögum. Atkvæðagreiðslan verður með rafrænum hætti líkt og gert hefur verið undanfarið og munu félagsmenn munu fá lykilorð sent heim. Atkvæðagreiðslunni mun ljúka þann 14. júní kl. 23:59. Félagsmönnum er bent á að hafa samband við skrifstofu ef kjörgögn hafa ekki borist þeim föstudaginn 3. júní næstkomandi.

 

Kjarasamningar á milli RSÍ og Já Upplýsingaveitna ehf var undirritaður í gær. Atkvæðagreiðslan mun fara fram á vinnustöðum um leið og efni samningsins verður kynnt félagsmönnum. Kynningarfundir verða auglýstir á hverjum stað fyrir sig.

Rafiðnaðarsamband Íslands er búið að ganga frá samningum við SA/SART og félag atvinnurekenda.  Kosning er í gangi um fyrri samninginn og niðurstaða á að liggja fyrir  á fimmtudaginn 26. maí. Allir þeir sem fá greitt samkvæmt þeim samningi fengu heim kjörgöng og lykilorð til að geta kosið rafrænt.

Kosning er að fara í gang um samninginn við félag atvinnurekenda. Sú kosning er einnig rafræn og fá þeir sem fá greitt samkvæmt þeim samningi póst í þessari viku. Kosningu líkur þann 9. júní á miðnætti og úrslit liggja fyrir þann 10. júní.

Samningaviðræður eru í gangi um aðra samninga  sambandsins og fundir á hverjum degi  þar sem unnið er að lausn þeirra mála sem uppi eru á  vinnustöðum þeirra sem vinna samkvæmt þeim samningum.

Nýr kjarasamningur var undirritaður í gær 5.maí.

Stéttarfélögin hafa lagt mikla áherslu á að tryggja félagsmönnum sínum launahækkanir þessa árs, en fullyrða má að þær kjaraviðræður sem fram hafa farið á undanförnum mánuðum séu þær erfiðustu sem átt hafa sér stað áratuga skeið. Fyrir utan erfitt efnahaglegt árfeði var ýmislegt annað sem truflaði.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?