Fréttir frá 2011

05 27. 2011

ASÍ-UNG

Í dag var stofnþing ASÍ-UNG haldið í húsakynnum Rafiðnaðarskólans. ASÍ-UNG er samstarfsvettvangur ungs fólks innan aðildarfélaga ASÍ og eru miklar vonir bundnar við að með stofnun ASÍ-UNG sé verið að stíga það skref að virkja ungt fólk til starfa innan verkalýðshreyfingarinnar. Á þessu stofnþingi var kosin stjórn sem mun sjá um að vinna að málefnum ungs fólks, hvort sem það er að auka þekkingu fólks á réttindum þeirra, störfum verkalýðshreyfingarinnar eða einfaldlega að efla félagsandann.

 

Fyrsta stjórn ASÍ-UNG var kosin og var Helgi Einarsson kosinn formaður. Helgi hefur undanfarin ár verið formaður félags nema í rafiðnum og þekki vel til starfa innan verkalýðshreyfingarinnar. Stjórnin er þannig skipuð:

 

Formaður ASÍ-UNG: Helgi Einarsson Félag nema í rafiðnum
Varaformaður: Sverrir K. Einarsson AFL
Ritari: Elín Jóhanna Bjarnadóttir Félag Málmiðnaðarmanna á Akureyri
Friðrik Guðni Óskarsson FIT
Ása Margrét Birgisdóttir Eining-Iðja
Einar Hannes Harðarson Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur
Elín G. Tómasdóttir Stéttarfélag Vesturlands
Guðfinna Alda Ólafsdóttir VR
Guðni Gunnarsson VM

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?