Fréttir frá 2011

05 31. 2011

Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga

Enn fjölgar þeim kjarasamningum sem búið er að skrifa undir. Rétt er að benda félagsmönnum á að þegar greiða á atkvæði um kjarasamning þá þarf að passa upp á að velja rétta kosningasíðu miðað við á hvaða kjarasamningi viðkomandi er því þessa stundina er verið að kjósa um þrjá mismunandi kjarasamninga.

 

 

Í dag er búið að skrifa undir eftirfarandi samninga og eru eftirfarandi atkvæðagreiðslur í gangi:

 

Kjarasamningur: Form atkv.greiðslu: Hefst: Lýkur:
RSÍ/FÍS - Skipti hf. vegna Símans og Mílu Rafræn 27. maí 2011 14. júní 2011, kl. 23:59
RSÍ - Skipti hf. vegna Símans og Mílu Rafræn 27. maí 2011 14. júní 2011, kl. 23:59
RSÍ - Félag atvinnurekenda Rafræn 23. maí 2011 9. júní 2011, kl. 23:59
RSÍ - Reykjavíkurborg Kosið á fundi
verður auglýst síðar
RSÍ - Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs Rafræn 6. júní 2011 21. júní 2011 kl. 23:59

Við hvetjum félagsmenn til þess að greiða atkvæði um nýgerða kjarasamninga.

 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?