Fréttir frá 2011

06 21. 2011

Staða samninga

Í dag kom samninganefnd ASÍ saman til þess að fjalla um forsendur kjarasamninganna sem undirritaðir voru þann 5. maí síðastliðinn. Niðurstaða nefndarinnar var að staðfesta gildistöku samninganna og því mun samningur til loka janúar 2014 taka gildi á morgun. Rétt er að benda á að ákveðnar forsendur þarf hins vegar að uppfylla til þess að samningurinn haldi þann tíma og verða forsendur metnar í janúar 2012 og aftur janúar 2013.

 

Forsvarsmenn SA komu einnig saman í dag og fóru yfir forsendur og töldu þeir rétt að staðfesta kjarasamningana og þar með taka kjarasamningarnir eins og áður sagði gildi á morgun og munu þeir gildi til 31. janúar 2014 að forsendum uppfylltum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?