Fréttir frá 2011

06 26. 2011

Spennugolf í hagléli

Íslenskir veðurguðir brugðu heldur betur á leik í Spennugolfinu og á Fjölskylduhátíð.

 Á föstudag var 22 stiga hita og frábært fyrir austan. Stuttbuxur og ermalausir bolir. Þegar golfmótið var hálfnað kólnaði skyndilega, peysur dregnar fram og svo kom rigning og regnjakkar og svo kom svo kom haglél, alvöru haglél. Tjaldsvæðið í Skógarnesi varð alhvítt á svipstundu.  

Bíddu aðeins er ekki 24 júní, spurði fólk? Hitinn datt niður um 13 gráður á hálftíma og svo kom alvöru rigning. Allar flatir á golfvellinum urðu ónothæfar og púttin tilgangslausir draumórar í drullupollum, þar sem stóðu hnípnir ráðþrota og holdvotir kylfingar.

Allt svæðið varð alhvítt, stór haglkorn þöktu svæðið. En þegar gengið var um tjaldsvæðið varð ljóst að landinn kann á þetta. Við hverja tjaldskör var búið að sópa saman haglkornunum í litla skafla og úr þeim stóðu stútar á hvítvíns- og bjórflöskum. Lopapeysurnar voru komnar utan yfir ermalausu bolina og gashitararnir á fullu.

En ert þú ekki í Stjórnlagaráði Guðmundur? Hvað með að setja inn ákvæði í Stjórnarskrá um veðrið? Eru það ekki mannréttindi að geta nýtt sumarorlof í mannsæmandi veðri? Þú ert okkar maður taktu nú á þessum málum.

Á laugardag var bongóblíða og öll dagskráin tókst með miklum ágætum.

gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?