rafis bordar 1300x400 23Miðstjórn RSÍ fagnar áherslum og ábendingum Seðlabankastjóra því mikilvægi iðnmenntunar er mikil í dag, enn meiri þörf er fyrir fagmenntaða einstaklinga til að drífa samfélagið áfram og auka hagvöxt. 

Miðstjórn RSÍ kallar jafnframt eftir því að stjórnvöld setji af stað vinnu, í samráði við fagfélögin, að móta menntastefnu fyrir Ísland þar sem farið verði í greiningu á þörf á starfsfólki með fagmenntun. Á sama tíma verði greint hvernig framboð á námsleiðum er og þeim fjölda nemenda sem skólakerfið þarf að skila af sér út á vinnumarkaðinn. Gríðarlega mikilvægt er að koma í veg fyrir þann skort sem er á fagmenntuðum einstaklingum með því að fjölga nemendum sem komast að í skólakerfinu.

VerkfallshnefiMiðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands lýsir yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir Eflingar- stéttarfélags. Aðgerðirnar tengjast kjaradeilu félagsins vegna endurnýjunar kjarasamnings starfsfólks hjá Reykjavíkurborg, sem rann út 31. mars 2019.
Miðstjórn RSÍ hvetur félagsmenn aðildarfélaga sinna og annað launafólk til að virða aðgerðir Eflingar og stuðla að því að verkfallsbrot verði ekki framin.

Birta logo lit CMYK 1300 x 400 A

Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2020 til 2022.

Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára í stjórn sjóðsins.

Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn umsókn í formi útfyllts framboðseyðublaðs og senda það á netfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 13. febrúar 2020.

Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr.5.9) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna.

Skjöl sem tilheyra kjöri fulltrúa launamanna í stjórn Birtu:

  • Auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu 22. janúar.
  • Eyðublað um framboð til setu í stjórn Birtu lífeyrissjóðs.
  • Starfsreglur valnefndar launamanna Birtu lífeyrissjóðs.

fis

Stjórnarkjör

Skv 34. grein félagsins skal tveim mánuðum fyrir aðalfund ár hvert auglý sa frest til framboðs í trúnaðarstöður samkvæmt 23. og 24. gr.

Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnandi, auk þess fjórir menn til vara. Einnig skal kjósa þrjá menn í trúnaðarráð og þrjá til vara, tvo endurskoðendur og einn til vara og tvo menn í kjörstjórn.

Til að bera fram lista eða tillögu til stjórnarkjörs, trúnaðarráðs eða annarra trúnaðarstarfa, þarf skriflega staðfestingu þeirra sem á listanum eru. Komi aðeins fram einn listi eða tillaga um menn í trúnaðarstöður,þarf kosning ekki að fara fram.

Umsóknarfrestur er til 21. febrúar 2020

Umsóknum skal skila til skrifstofu félagsins Stórhöfða 31
merkt: Stjórnarkjör FÍS

 

Stjórn Félags íslenskra Símamanna

Banner Kjarasamningur

Á fundi kjörstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands miðvikudaginn 5.febrúar 2020 voru talin atkvæði úr rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamning RSÍ við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs frá 21.janúar 2020.

Á kjörskrá voru 87.

Atkvæði féllu þannig:

Já sögðu 52,53%

Nei sögðu 41,30%

Auðir og ógildir: 2,17%

Samningurinn telst því samþykktur.

fir

Komin eru fram tvö framboð til formanns Félags íslenskra rafvirkja til næstu tveggja ára.

Þau sem bjóða sig fram eru:

Borgþór Hjörvarsson og 

Margrét Halldóra Arnarsdóttir.

  • Vegna þessa verður framkvæmd rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla samkvæmt 39. grein laga Félags íslenskra rafvirkja.

  • Atkvæðagreiðsla hefst þann 10. febrúar 2020, kl. 12.00 og lýkur þann 17. febrúar 2020, kl. 16.00

  • Kjörgögn verða send með SMS og tölvupósti til þeirra sem sent hafa þær upplýsingar til RSÍ eða FÍR.

  • Einnig er hægt að kjósa í gegnum heimasíður RSÍ og FÍR þegar atkvæðagreiðsla hefst.

  • Eins er hægt að koma á skrifstofu RSÍ á skrifstofutíma meðan á kjörfundi stendur og fá aðstoð við að greiða atkvæði þar.

  • Þeir félagsmenn einir hafa atkvæðisrétt sem greitt hafa að fullu gjöld til félagsins á næstliðnu ári eða eru gjaldfrjálsir samkvæmt grein 49 í lögum Félags íslenskra rafvirkja.

 

Reykjavík 2. febrúar 2020
Stjórn Félags íslenskra rafvirkja

rafidnadarsambandid2Áfram halda kjaraviðræður. Fundað var með fulltrúum Norðuráls fyrri hluta vikunnar þar sem haldið var áfram umræðum um breytingar á vaktakerfi fyrirtækisins sem og tillögur iðnaðarmanna til breytinga á stóriðjuskólanum og þá sérstaklega hvað varðar aðkomu iðnaðarmanna í það kerfi. Fínn gangur er í samtalinu en væntingar starfsfólks er að gengið verði frá kjarasamningi sem fyrst. 

Fundað var með fulltrúum ISAL í vikunni á formlegum fundi hjá Ríkissáttasemjara. Fínn gangur hefur verið í þessum viðræðum hingað til en þess ber þó að geta að samningurinn rann út í lok maí 2019 og því augljóst að ferlið hefur verið alltof langt og starfsfólk löngu orðið óþreyjufullt eftir því að sjá kjarasamning á borðinu. Í fyrra var gert samkomulag um frestun á viðræðum yfir sumartímann og fram á haust en ljóst er að nú er komið að þeim tímapunkti að ekki verður unað við frekari drátt á viðræðum. Það er augljóst að aðstæður eru erfiðar í Straumsvík, starfsfólk hefur nú þegar tekið á sig ákveðið högg eftir hrakfarir undanfarinna ára en starfsfólk er ekki sátt við að slíkt haldi áfram. Augljóst er að skortur er á samningsumboði samninganefndar fyrirtækisins til að semja fyrir hönd þess. Gera má ráð fyrir að félögin muni skipuleggja fundi á næstu dögum til þess að fara yfir stöðu mála með félögum okkar.

Kynningarfundir voru haldnir vegna kjarasamninga sem undirritaður vöru við Reykjavíkurborg og Ríkið. Fundirnir voru haldnir í samstarfi við Samiðn. Atkvæðagreiðslur um kjarasamningana standa yfir og hvetjum við félaga okkar til þess að kynna sér ákvæði samninganna og taka afstöðu til þeirra með þátttöku í atkvæðagreiðslum. Hlekkur á atkvæðagreiðslurnar eru á forsíðunni.

Undir lok vikunnar fundaði forsetateymi ASÍ með fulltrúum ríkisstjórnarinnar. Efni fundarins var eftirfylgni við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga síðasta árs. Nú þegar hafa ýmsar breytingar litið dagsins ljós en má þar nefna breytingar á skattkerfi, hækkun barnabóta og lenging fæðingarorlofs svo dæmi séu tekin. Vinna er í gangi í fjölda mála sem snúa að því að draga úr brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði en við höfum kallað eftir refsiákvæði í lög þegar brotið er á starfsfólki með kerfisbundnum hætti. Styrking lagaákvæða sem þessu tengjast hafa verið í starfshópum og er sú vinna að mörgu leyti langt komin en hins vegar sér ekki fyrir endann á þeirri vinnu sem veldur miklum vonbrigðum. Endurskoðun kjarasamninga mun fara fram í haust og augljóst er að nauðsynlegt verður að málin séu komin í höfn sem um var samið að ætti að breyta.

Framundan eru launahækkanir sem koma til framkvæmda 1. apríl 2020 en þá hækka kauptaxtar að lágmarki um 24.000 kr. En almennar launahækkanir verða 18.000 kr. 

Lágmarkstímakaup fyrir rafiðnaðarsvein, einstakling sem hefur lokið sveinsprófi, verður 2.616 kr á unna klukkustund frá 1. apríl 2020. Fyrir fulla dagvinnu verða lágmarkslaun 418.496 kr. Frá og með sama tíma.

Upptaka virks vinnutíma tekur gildi þann 1. apríl. Engin breyting verður á dagvinnutíma starfsfólks vegna þess, 35 mínútna kaffitímar eru áfram inni í dagvinnunni en teljast ekki til greiddra stunda. Tímakaup í dagvinnu hækkar því sem þessu nemur, eða um 8,33% til viðbótar við launahækkunina sem nemur 112,5 krónum á hverja klukkustund eða 18.000 kr. á hvern unninn mánuði í dagvinnu.

Vinnutímastytting er möguleg á þessum tímamótum á almennum vinnumarkaði niður í 36 virkar vinnustundir. Styttingin vinnutímans þarf að vera gerð í samstarfi starfsfólks og fulltrúa fyrirtækisins á hverjum vinnustað fyrir sig með formlegum samningi sem starfsfólk greiðir atkvæði um og meirihluti þarf að samþykkja breyttan vinnutíma. Stytting vinnutímans verða þá 13 mínútur á hverjum degi til viðbótar við niðurfellingu á formlegum kaffitímum sem nema 35 mínútum á dag. Samtals gerir þetta 48 mínútur á dag eða 4 klst á hverri vinnuviku. Virkar vinnustundir í dagvinnu eiga ekki að vera fleiri en 36 klst á hverri viku að jafnaði.

Ítarlegra kynningarefni verður gefið út varðandi launahækkanir og vinnutímastyttinguna. Trúnaðarmenn á hverjum vinnustað eru hvattir til þess að vera í samstarfi við skrifstofu RSÍ vegna þessara mála sé nánari útlistunar óskað.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ

rafidnadarsambandid rautt

Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að fresta páskaúthlutun til föstudagsins 7. febrúar. Vonum að það valdi ekki óþægindum fyrir þá félagsmenn sem sóttu um. 

rafidnadarsambandid2Síðasta vika byrjaði á fundi formanna norrænna Rafiðnaðasambanda, (NEF, Nordisk el-federation). Fundurinn fór fram hér á Íslandi en farið er yfir stöðu félags og efnahagsmála í hverju landi fyrir sig. Vettvangurinn hefur skilað gríðarlegum ávinningi í gegnum tíðina, má þar nefna samræmda menntun landanna. Grunnur menntunar er sá sami sem við vinnum eftir. Við miðlum upplýsingum um framkomu fyrirtækja, sérstaklega þegar fyrirtækin brjóta á starfsmönnum og sýnum samstöðu. Fundurinn sendi frá sér stuðningsyfirlýsingu þar sem kollegar okkar í Finnlandi berjast fyrir grundvallarrétti til að tilheyra verkalýðsfélögum í sinni starfsgrein. Formannafundurinn sendi því stuðningsyfirlýsingu til félaga okkar í Finnlandi. 

Fjöldi samningafunda voru í vikunni. Skrifað var undir kjarasamninga við Ríkið og Reykjavíkurborg. Samningarnir verða kynntir þeim félagsmönnum sem taka laun samkvæmt þeim kjarasamningum. Fundað var með fulltrúum Norðuráls, Alcoa og fundað var með fulltrúum ISAL á formlegum fundum hjá Ríkissáttasemjara.  

Í vikunni fundaði miðstjórn ASÍ en þar var farið yfir þau mál sem snúa að stjórnvöldum vegna kjarasamninganna sem í gildi eru. Ljóst er að enn á eftir að uppfylla í ýmis ákvæði úr yfirlýsingu stjórnvalda til þess að tryggt verði að forsendur kjarasamninga haldi þegar kemur að endurskoðun í haust. Unnið er að því að innleiða breytingar á fjármögnun fasteigna þegar snýr að fyrstu kaupum fólks sem er gríðarlega mikilvægt. Mikilvægar breytingar þarf að gera á lögum um lífeyrissjóði sem ekki fóru í gegnum Alþingi á réttum tíma en mjög mikilvægt er að málinu verði lokið áður en til endurskoðunar kemur. Á fundinum var jafnframt farið yfir málareksturs Neytendasamtakanna gegn smálánafyrirtækjum en það er ólíðandi að sjá hvernig þessi fyrirtæki halda fólki í heljargreipum oftar en ekki með ólögmætum kröfum. 

Dagur rafmagns var haldinn hátíðlegur á fimmtudag þar sem Rafmennt - fræðslusetur rafiðnaðarins var formlega opnuð með pompi og prakt. Húsið var opið fyrir gesti og gangandi þar sem starfsemin var sýnd en eins og fram hefur komið ávarpaði formaður RSÍ samkomuna auk þess sem Kristín Birna B. Fossdal, deildarstjóri rafbúnaðar og stjórnkerfa hjá ON sagði frá reynslu sinni úr starfi. Auk þess ávörpuðu Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar og Hjörleifur Stefánsson, formaður SART, samkomuna.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?