Fréttir frá 2020

02 3. 2020

Kosning um formann Félags íslenskra rafvirkja

fir

Komin eru fram tvö framboð til formanns Félags íslenskra rafvirkja til næstu tveggja ára.

Þau sem bjóða sig fram eru:

Borgþór Hjörvarsson og 

Margrét Halldóra Arnarsdóttir.

  • Vegna þessa verður framkvæmd rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla samkvæmt 39. grein laga Félags íslenskra rafvirkja.

  • Atkvæðagreiðsla hefst þann 10. febrúar 2020, kl. 12.00 og lýkur þann 17. febrúar 2020, kl. 16.00

  • Kjörgögn verða send með SMS og tölvupósti til þeirra sem sent hafa þær upplýsingar til RSÍ eða FÍR.

  • Einnig er hægt að kjósa í gegnum heimasíður RSÍ og FÍR þegar atkvæðagreiðsla hefst.

  • Eins er hægt að koma á skrifstofu RSÍ á skrifstofutíma meðan á kjörfundi stendur og fá aðstoð við að greiða atkvæði þar.

  • Þeir félagsmenn einir hafa atkvæðisrétt sem greitt hafa að fullu gjöld til félagsins á næstliðnu ári eða eru gjaldfrjálsir samkvæmt grein 49 í lögum Félags íslenskra rafvirkja.

 

Reykjavík 2. febrúar 2020
Stjórn Félags íslenskra rafvirkja

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?