rafidnadarsambandidMiðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands lýsir yfir mikilli óánægju með ákvörðun samninganefndar ASÍ um að segja ekki kjarasamningum upp þrátt fyrir þá stöðu að forsendur kjarasamninganna hafi brostið. Ljóst er að RSÍ mun skoða aðkomu sambandsins að sameiginlegri kjarasamningagerð almennra kjarasamninga á næstu mánuðum enda hallar nokkuð á félagsmenn aðildarfélaga RSÍ í launaþróun undanfarinna ára.

Paskar2017

Punktastaða á bakvið úthlutun er svona:

Orlofshús Punktastaða úthlutunar
Skógarnes 1 183
Skógarnes 2 185
Skógarnes 3 188
Skógarnes 4 191
Skógarnes 5 192
Skógarnes 6 194
Skógarnes 7 193
Skógarnes 8 217
Skógarnes 9 223
Skógarnes 10 235
Skógarnes 11 257
Skógarnes 12 267
Skógarnes 13 272
Skógarnes 14 344
Stóra hús Skógarnesi 255
Ölfusborgir 14 122
Ölfusborgir 15 135
Ölfusborgir 16 153
Flúðir Austurhof 255
Kirkjubæjarklaustur 1 215
Einarsstaðir 4 190
Klifabotn Lónssveit 166
Vaglaskógur 386
Vaðlatún Akureyri 277
Furulundur 8K Akureyri 315
Furulundur 8N Akureyri 286
Furulundur 8L Akureyri 299
Varmahlíð 193
Svignaskarð nr. 3 275
Svignaskarð nr. 4 277

rafidnadarsambandid2Í dag fór fram mat á forsendum kjarasamninga á vettvangi ASÍ. Ljóst var að forsendur voru brostnar vegna kjarasamninga og úrskurðir kjararáðs settu strik í reikninginn. Hins vegar var það mat meirihluta samninganefndar ASÍ að tryggja ætti gildi kjarasamninganna þrátt fyrir forsendubrestinn en á sama tíma að setja inn nýtt forsenduákvæði varðandi stefnumörkun kjarasamninganna í febrúar á árinu 2018. Ljóst er að stórir hópar opinberra starfsmanna sem og fleiri stétta munu ganga til samninga á þessu ári og munu samningsaðilar fylgjast vel með þeirri þróun sem þar verður. Gangi þeir samningar lengra en rammasamkomulag getur um þá getur samninganefnd ASÍ sagt kjarasamningum upp í febrúar að ári. 

Ljóst er að samninganefnd RSÍ hefði viljað sjá aðra niðurstöðu í þessari endurskoðun en þetta var niðurstaðan sem fékkst í þessu máli og gríðarlega mikilvægt að útvíkka forsenduákvæðið. Jafnframt liggur ljóst fyrir að öll vinna við nýtt samningalíkan mun verða í frosti þar til ákvörðun kjararáðs verður felld úr gildi og hún taki sömu línu og annað launafólk hefur fylgt samkvæmt rammasamkomulagi. Því er boltinn í höndum Alþingis og kjararáðs að aðlaga launahækkanir Alþingismanna og æðstu stjórnenda ríkisins til samræmis við rammasamkomulagið. 

Í kjölfar þess að samningar halda gildi sínu þá er ljóst að almenn launahækkun mun koma til framkvæmda þann 1. maí 2017 og verður hækkunin 4,5%.

Breyting á forsenduákvæði næsta árs er sú að upphaflega átti eingöngu að horfa í kaupmátt launa í febrúar 2018 en með breytingunni þá getur forsendunefnd ASÍ jafnframt sagt kjarasamningum upp fari einhver samningsaðili fram úr launastefnunni á þessu tímabili. Launastefnan er samkvæmt rammasamkomulaginu sem gert var og oft er kallað SALEK samkomulag en með því var kostnaðarmat kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ metið á 32% frá nóvember 2013 til desember 2018.

KÞS

rafidnadarsambandid2Í dag fór fram mat á forsendum kjarasamninga á vettvangi ASÍ. Ljóst var að forsendur voru brostnar vegna kjarasamninga og úrskurðir kjararáðs settu strik í reikninginn. Hins vegar var það mat meirihluta samninganefndar ASÍ að tryggja ætti gildi kjarasamninganna þrátt fyrir forsendubrestinn en á sama tíma að setja inn nýtt forsenduákvæði varðandi stefnumörkun kjarasamninganna í febrúar á árinu 2018. Ljóst er að stórir hópar opinberra starfsmanna sem og fleiri stétta munu ganga til samninga á þessu ári og munu samningsaðilar fylgjast vel með þeirri þróun sem þar verður. Gangi þeir samningar lengra en rammasamkomulag getur um þá getur samninganefnd ASÍ sagt kjarasamningum upp í febrúar að ári. 

Ljóst er að samninganefnd RSÍ hefði viljað sjá aðra niðurstöðu í þessari endurskoðun en þetta var niðurstaðan sem fékkst í þessu máli og gríðarlega mikilvægt að útvíkka forsenduákvæðið. Jafnframt liggur ljóst fyrir að öll vinna við nýtt samningalíkan mun verða í frosti þar til ákvörðun kjararáðs verður felld úr gildi og hún taki sömu línu og annað launafólk hefur fylgt samkvæmt rammasamkomulagi. Því er boltinn í höndum Alþingis og kjararáðs að aðlaga launahækkanir Alþingismanna og æðstu stjórnenda ríkisins til samræmis við rammasamkomulagið. 

Í kjölfar þess að samningar halda gildi sínu þá er ljóst að almenn launahækkun mun koma til framkvæmda þann 1. maí 2017 og verður hækkunin 4,5%.

Breyting á forsenduákvæði næsta árs er sú að upphaflega átti eingöngu að horfa í kaupmátt launa í febrúar 2018 en með breytingunni þá getur forsendunefnd ASÍ jafnframt sagt kjarasamningum upp fari einhver samningsaðili fram úr launastefnunni á þessu tímabili. Launastefnan er samkvæmt rammasamkomulaginu sem gert var og oft er kallað SALEK samkomulag en með því var kostnaðarmat kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ metið á 32% frá nóvember 2013 til desember 2018.

KÞS

rafidnadarsambandidVið endurskoðun kjarasamninganna sem fram fer þessa dagana hefur komið skýrt fram að forsendur kjarasamninganna eru brostnar og hefur forsendunefnd ASÍ og SA komist að þeirri niðurstöðu og því þurfa aðilar, hvor um sig, að meta hvort segja eigi kjarasamningum upp.

Helsta ástæða þess að forsendur brustu voru úrskurðir kjararáðs undanfarið ár, annarsvegar vegna embættismanna og dómara en auk þess breyting á launum alþingismanna og ráðherra. Það hefur auk þess afar lítið farið fyrir umræðu um þau miklu réttindi sem þessi launahækkun hafði áhrif á. En samhliða hækkuðum launum um 45% þá jukust lífeyrisgreiðslur til fyrrverandi ráðherra og allra þeirra alþingismanna sem njóta lífeyrisréttinda samkvæmt eftirlaunalögum sem sett voru árið 2003 á Alþingi og tryggðu alþingismönnum verulega mikil og góð ellilífeyrisréttindi, langt umfram það sem hinn venjulegi launamaður nýtur almennt. Kostnaður sem af þessu hlýst lendir á skattgreiðendum!

Á meðan launafólk á almennum vinnumarkaði þarf að sætta sig við að allar breytingar á lífeyrisréttindum sem gerðar eru í kjarasamningum teljist til launahækkana þá virðist það sama ekki gilda um alþingismenn. Almennar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði eru þó nokkuð lægri en launaskriðið er samkvæmt launavísitölu sem forsætisráðherra telur eðlilegt að hann fylgi en takið eftir því að lífeyrisréttindi eru ekki metin þar inn. Hinn venjulegi launamaður er mikið lengur að ávinna sér lífeyrisréttindi en þeir sem njóta lífeyrisréttinda samkvæmt lögunum frá 2003*. 

Verði kjarasamningum sagt upp þá verður það í boði Alþingis enda er kjararáð skipað af Alþingi og ábyrgðin liggur þar. Það getur ekki talist ásættanlegt að launafólk á vinnumarkaði eigi að móta nýtt samningalíkan til þess að halda aftur af launahækkunum og reyna að tryggja stöðugleika á meðan afmarkaðir hópar í samfélaginu þurfa ekki að fylgja slíku líkani. Það þurfa allir að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins.

Ákvörðun um það hvort samningum verði sagt upp verður tekin í byrjun næstu viku og verður tekin eftir samráð ASÍ við aðildarfélögin.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands

* Rétt er að taka fram að það á ekki við um alla alþingismenn þar sem lögunum var breytt aftur 2009.

rafidnadarsambandid2

Nú stendur yfir greining á stöðu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í forsenduákvæðum kjarasamninga sem gerðir voru 2015 var kveðið á um að samningsaðilar gætu sagt kjarasamningum upp miðað við ákveðnar forsendur. Þær forsendur sem tilteknar voru fyrir árið 2017 eru þær að markmið samningsaðila um að auka kaupmátt hafi staðist, það er að segja að kaupmáttur hafi aukist. Jafnframt að launastefna samningsaðila og þær launahækkanir sem á samningunum felast hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði.

Fjögurra manna nefnd var skipuð af hálfu aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Sú nefnd mun meta stöðuna í samráði við samninganefnd ASÍ og nefndin mun síðan úrskurða um hvort forsendur hafi staðist. Það er auðvelt að úrskurða um það hvort kaupmáttur launa hafi aukist því það hefur hann svo sannarlega gert en samkvæmt gögnum Hagstofunnar þá hefur kaupmáttur aukist um 7,1% í desember 2016 síðustu 12 mánuði þar á undan. Helsta ástæða svo mikillar aukningar kaupmáttar er sú að laun hafa hækkað samkvæmt kjarsamningum og á sama tíma hefur verðbólga haldist mjög lág.

Varðandi það hvort kjarasamningar hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð þá er ekki búið að greina þá stöðu fullkomlega en það segir sig sjálft að úrskurðir kjararáðs undanfarið ár setja strik í reikninginn því hækkun alþingismanna upp á tæp 45% og hækkun launa hjá embættismönnum og æðstu stjórnendum ríkisstofnanna á síðasta ári eru langt umfram þær launahækkanir sem kjarasamningar kveða á um. RSÍ hefur kallað eftir því að úrskurðirnir verði leiðréttir þannig að þeir fylgi sambærilegri línu og almenningur fær en forsætisnefnd Alþingis hefur örlítið dregið úr hækkunum en sú leiðrétting var í raun langt frá því að duga til.

Frekari frétta verður væntanlega ekki að vænta fyrr en undir lok næstu viku um hver niðurstaða nefndar ASÍ verður um hvort segja eigi kjarasamningum upp eða ekki.

 

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ

Frslubanner

Fræðslufundaröð Rafiðnaðarsambands Íslands heldur áfram, kl. 18 þriðjudaginn 21. febrúar.

Þann 21. febrúar verður fjallað um kennitöluflakk. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, heldur erindi. Fjallað verður um meinsemdina kennitöluflakk og það samfélagslega tjón sem slík háttsemi veldur. Farið verður stuttlega yfir áður fram komnar hugmyndir ASÍ til að takmarka kennitöluflakk og jafnframt verður sagt frá viðræðum við SA um málið sem nýlega fóru af stað, þ.e. hvort samtökin geti sameinast um tillögur.

Að framsögu lokinni verður tími fyrir umræður og fundinum verður einnig streymt yfir netið og félagsmönnum því gefinn kostur á að taka þátt í gegnum fjarfund. Nánari upplýsingar um fjarfund koma á vefinn og Facebook daginn sem fundurinn er haldinn.

Fræðslufundir RSÍ eru haldnir þriðja þriðjudag í hverjum mánuði kl. 18-19 á Stórhöfða 31 (matsalnum á 1. hæð). Ýmis málefni sem varða rafiðnaðarmenn verða til umfjöllunar.

Allir félagsmenn eru velkomnir.

Hér má nálgast Facebook viðburð.

Hér má nálgast streymi frá fundinum. 

orlofslog

OPNAR 1. FEBRÚAR.

Íbúðir á Spáni og í Kaupmannahöfn - Vetrartímabil 10.okt 2017 til páskar 2018. 

Reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

rafidnadarsambandid2Samkvæmt kjarasamningi RSÍ við Norðurál hækka laun þann 1. janúar 2017 um 8,67% sem jafngildir 95% af hækkun launavísitölu frá desember 2015 til desember 2016. Veruleg kjarabót hefur fengist með þessum kjarasamningi sem gerður var 17. mars 2015 við fyrirtækið.

rafidnadarsambandidRafiðnaðarsamband Íslands stóð fyrir fræðslufundi þann 17. janúar síðastliðnum en fundurinn var haldinn á Stórhöfða 31 og var jafnframt streymt út á netið fyrir þá sem ekki höfðu tök á að mæta á staðinn. Upptöku af fundinum er jafnframt að finna á Youtube rás Rafiðnaðarsambandsins. Áhugasamir geta þar með horft á fræðslufundinn í heild sinni en fjallað var um starsemi RSÍ-UNG sem og stöðu vinnu við mótun fagháskóla. Smelltu hér.

Fræðslufundir verða síðan haldnir mánaðarlega þar sem afmörkuð málefni verða tekin fyrir hverju sinni. Félagsmenn geta því gert ráð fyrir fræðsluerindi þriðja þriðjudag í hverjum mánuði fram til sumars til að byrja með.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?