rafidnadarsambandid rautt

 

Skrifstofa RSÍ verður lokuð föstudaginn 21. apríl 2017 vegna árshátíðarferðar starfsfólks. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið. Minnum á að þeir sem ætla að skila inn umsókn um styrk geta sent tölvupóst á erla@rafis.is eða sett póst í pósthólfið við aðalinngang á Stórhöfða 31. 

 

 

rafidnadarsambandid rautt

Opnað verður á bókun fyrir þá sem fengu höfnun á sumarúthlutun kl 10:30

 

asi rautt

Mesta úrval páskaeggja var í Iceland og í Fjarðarkaupum en lægsta verðið var oftast í Bónus þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á páskaeggjum í gær. Hæsta verðið var oftast í Hagkaupum en hlutfallslegur munur á hæsta og lægsta verði var á bilinu 4-44% eða um 20% að meðaltali.

Lægsta verðið í könnuninni var oftast í Bónus og hæsta verðið oftast í Hagkaup. Verðmunurinn var mjög misjafn eftir tegund páskaeggja og verðmunurinn milli hæsta og lægsta var á bilinu 4-44%. Minnstur var verðmunurinn á Risapáskaeggi frá Nóa Síríus sem var ódýrast á 5.298 kr. í Fjarðarkaupum og dýrast 5.499 kr. í Iceland. Mesti verðmunurinn var hins vegar á Freyju Ævintýraeggi með smartís sem var ódýrast i Iceland á 2.499 kr. en dýrast á 3.599 kr. í Hagkaupum, sem gerir hlutfallslegan verðmun 44%. Mikill munur var einnig á Góu Páskaeggi nr. 3 sem var ódýrast á 598 kr. í Bónus og dýrast á 859 kr. í Hagkaupum, sem sömuleiðis er 44% verðmunur.

Samanburð á verði páskaeggja má sjá í meðfylgjandi skjali. (smella hér)

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á páskaeggjum frá Nóa Síríus, Freyju og Góu þann 6. apríl og voru skoðaðar 38 tegundir páskaeggja. Mesta úrvalið var hjá Iceland og hjá Fjarðarkaup, en þar fengust 37 af 38 tegundum en minnst var úrvalið í Víði sem skýrist af því að verslunin lagði áherslu á eigin páskaegg í ár og þegar verðkönnunin var gerð voru einungis Góu páskaegg fáanleg.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum; Bónus Borgarnesi , Krónunni Lindum, Nettó Fiskislóð, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Víði Skeifunni, og Hagkaupum Skeifunni.

 

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

 

orlofslog

Úthlutnun á orlofshúsum RSÍ

Hér er hægt að sjá punktastöðuna á bakvið úthlutun. (smella hér)

asi rautt

Vörukarfa ASÍ hefur lækkaði frá því í september 2016 hjá öllum þeim 10 verslununum sem skoðaðar voru vikuna 20.–24. mars 2017. Mest er lækkunin 5,6% hjá Hagkaup og 5,5% hjá Krónunni. Minnsta lækkunin er hjá Samkaup-Strax, 0,2% og Víði 0,4%. 

Á umræddu tímabili má sjá verðbreytingar í öllum vöruflokkum bæði hækkanir og lækkanir. Grænmeti og ávextir hafa lækkað töluvert í verði hjá öllum verslununum og brauð og kornvörur hjá öllum nema hjá Víði.   

Á meðfylgjandi súluriti má sjá verðbreytingar á vörukörfu ASÍ frá september 2016 til mars 2017. Lækkunin er sem fyrr segir 0,2%-5,6%. 

matur 0417 sula

Brauð og kornvörur hækkuðu í Víði
Í töflunni hér að neðan má sjá verðbreytingar á milli mælinga í einstaka vöruflokkum. Grænmeti og ávextir lækkuðu í öllum verslunum og var lækkunin á bilinu 2,7% hjá Samkaup-Strax til 13,7% í 10-11. Brauð og kornvörur lækkuðu í níu af tíu verslunum sem skoðaðar voru og var lækkunin á bilinu 0,7% til 7,4% en hjá Víði hækkuðu þessar vörur um 1,6%. 

Kjötvörur hækkuðu í sjö af tíu verslunum á bilinu 0,7% til 7,15%, mest hjá Samkaup-Úrvali en minnst hjá Nettó. Vörur í þessum flokki lækkuðu hins vegar í verði hjá þremur verslununum Krónunni (10,9%), Iceland (9,3%) og Hagkaup (6%). Mjólkurvörur, ostar og egg hækkuðu í sex af tíu verslunum og var hækkunin á bilinu 0,3%-6,4%, hins vegar lækkuðu fjórar verslanir sömu vöru um 2,3%-4,3%. 

matur 0417 tafla 

Verðlagseftirlitið mælir breytingar á verði vörukörfu sem getur endurspeglað almenn innkaup meðalheimilis. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar matar- og drykkjarvörur, t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos, safa, auk hreinlætis- og snyrtivara. Við samsetningu vörukörfunnar voru hafðar til hliðsjónar vogir Hagstofunnar sem notaðar eru til útreiknings á vísitölu neysluverðs. Vogirnar segja til um hversu stór hluti tilteknir vöruflokkar eru af neyslukörfu meðal heimilis. 

Verðbreytingar voru skoðaðar í eftirfarandi verslunum: Í lágvöruverðsverslununum Bónus, Krónunni, Nettó og Iceland; í almennu matvöruverslununum Hagkaupum, Samkaup-Úrvali, Tíu-ellefu, Samkaupum-Strax, Víði og Kjarval.  

Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða  þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna er að finna. Einnig er rétt að athuga að skoðuð eru þau verð sem eru í gildi í verslununum á hverjum tíma og geta tilboð á einstaka vöruliðum því haft áhrif á niðurstöðurnar.

Óheimilt er að vitna í niðurstöðurnar í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

kross Í gær bárust okkur þær sorgarfréttir að Georg Georgsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarfélags Suðurnesja, lést í fyrrinótt. Georg var mjög virkur í félagsstarfi hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands og sat í miðstjórn RSÍ á árunum 2003 til 2011 en Georg sinnti fjölmörgum verkefnum í félagsstarfinu allan þann tíma og lengur. Framlag Georgs til starfsemi RSÍ hefur reynst okkur afar dýrmætt og þökkum við fyrir það á sama tíma og við kveðjum góðan dreng alltof snemma. Blessuð sé minning Georgs.

rafis bordar 1300x400 02

Opið hús hjá RSÍ þriðjudaginn 21.mars 2017 frá kl. 16:00 - 20:00

Þennan dag stendur félagsmönnum stendur til boða að skoða aðstöðu RSÍ utan hefðbundins opnunartíma. Félagsmenn eru hvattir til að koma í heimsókn og geta um leið fengið þjónustu með sín mál hjá starfsmönnum.

rafidnadarsambandid rautt

 

Rafiðnaðarsambandið óskar eftir starfsmanni í móttöku og almenna afgreiðslu vegna sumarafleysinga frá 1. júní og fram í miðjan ágúst, gæti hugsanlega byrjað fyrr. Vinnutími er frá 8.00-16.00.

Helstu verkefni:

Símsvörun

Almenn afgreiðsla á skrifstofu

Annað tilfallandi er varðar þjónustu við félagsmenn

Viðkomandi þarf að hafa góða almenna tölvukunnáttu, hæfni í mannlegum samskiptum og ríka þjónustulund.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri í síma 580-5226 eða gsm 694-4959.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars.  Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á netfangið sigrun@rafis.is.

Verkidn 3496 google ads 2 

Stór og fjölbreytt kynning
Dagana 16. – 18. mars fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöllinni. Hátt í 200 ungmenni munu keppa um að hljóta nafnbótina Íslandsmeistari í 25 iðngreinum. Á sama tíma munu 25 skólar kynna fjölbreytt námsframboð á framhaldsskólastigi.

Ráðherra opnar og forsetinn kíkir við
Kristján Þór Júlíusson mun opna keppnina formlega fimmtudaginn 16. mars kl. 13. Forseti Íslands mun koma og ganga um keppnis- og sýningarsvæðið föstudaginn 17. mars kl. 14:00. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður á svæðinu kl. 11:00, 16. mars. Einnig er von á nokkrum erlendum gestum, má þar nefna Ulla Groth, framkvæmdastjóra Skills Danmark, Stefan Praschi varaformanni WorldSkills samtakanna auk fjölmennrar sendinefndar frá Færeyjum.

Líf og fjör í Laugardalshöll
Um 7000 grunnskólanemendur alls staðar af landinu mæta til að fylgjast með keppninni og prófa fjölbreytt verkefni undir handleiðslu fagfólks. Má þar nefna að nota air-brush á bíl, prófa hljóðhraðaskynjara, ýmsa herma og fjölbreytileg verkfæri, þvo og flétta hár, baka, helluleggja, sá kryddjurtum og fylgjast með vélmennum leysa ýmsar þrautir.

Laugardaginn 18. mars verður Fjölskyldudagur. Gefst þá einstakt tækifæri til að snerta og upplifa ýmislegt skemmtilegt sem snertir nám og störf í iðn- og verkgreinum. Team Spark kynnir rafmagnsbíl og einnig verður í boði að smakka upp á kræsingar sem útbúnar hafa verið í keppninni.  Sem sagt fræðsla og fjör og frítt inn eins og alla dagana.

Iðn- og verknám er lykill að framtíðinni
Markmiðið með þessari kynningu er m.a. að kynna fyrir ungu fólki tækifæri sem felast í iðn- og verknámi og auðvelda þeim að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla með það fyrir augum að fleiri taki upplýsta ákvörðun um námsval sem tekur mið af áhugasviði þeirra og hæfni. Markvisst námsval dregur úr brotthvarfi úr námi sem er stórt vandamál hér á landi. Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki og því næg starfstækifæri fyrir fólk með slíka menntun.

Nánari upplýsingar veita:

* Elín Thorarensen, verkefnisstjóri Verkiðn, s. 861 3823

* Ingi Rafn Ólafsson, Sviðsstjóri hjá Iðunni, s. 772 1400

* Skapti Örn Ólafsson, stjórnarmaður í Verkiðn, s. 899 2200

Sjá einnig nánar á heimasíðu Verkiðnar – www.verkidn.is og Facebooksíðu Skills Iceland/Verkiðn - https://www.facebook.com/Verkidn/

rafidnadarsambandid

 

Kæru félagar vegna forfalla er stóra húsið á Apavatni laust um helgina. Tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur eða vinahópa að gera sér glaðan dag í frábæru umhverfi.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?