Paskar2017

Bókanir fyrir páska opnast 25.jan til 25.feb. 2017.

Úthlutað verður 27/2. - 3/3. eftir punktafjölda umsækjenda.

Dagur rafmangns 2017Fyrir þá sem ekki hafa tök á að sækja ráðstefnu í tilefni af Degi rafmagns þá er mögulegt að fylgjast með á netinu, smellið hér.

Baendaferd

Bændaferðir bjóða upp á einstaka vorferð til Vesturheims á slóðir Hjartar Þórðarsonar, íslensks hugvitsmanns sem vann ótrúleg afrek í rafmagnsvísindum. Hjörtur fékk fjölmörg einkaleyfi og rak um hríð eigið fyrirtæki í Chicago með á annað þúsund starfsmenn þegar best gekk. Hann flutti vestur um haf með foreldrum sínum árið 1873 aðeins sex ára gamall og í ferðinnni munum við kynnast lífshlaupi hans sem og fræðast um þennan einstaka mann sem lagði stórkostlegar nýjungar af mörkum í heimi rafmagnsvísindanna.

Í ferðinni verður flogið með Icelanadair til Chicago og er hótelgisting, skoðunarferðir, fæði (nánari útlistun í ferðalýsingu) og fyrirlestrar innifaldir í verði ferðarinnar. 

Hér að neðan er hlekkur þar sem finna má ferðalýsingu sem og bóka sæti í þessari einstaklega spennandi ferð um áhugaverðan mann!

Smella hér

Dagur rafmangns 2017

Ráðstefna í tilefni af degi rafmagns Þriðjudaginn 24. janúar 2017 kl. 13:00. Grand Hótel Sigtúni 38, Gullteigi B.

ÞEKKING – FRAMTÍÐIN

HVERT STEFNIR?

Fyrirlesarar:

  • Ragnar Guðmannsson,
    Forstöðumaður Stjórnstöðvar Landsnets
    Áskoranir og framþróun í flutningskerfi raforku.
  • Ragnheiður H. Magnúsdóttir,
    Business Manager – Inside Sales Marel
    Hvernig mun fjórða iðnbyltingin hafa áhrif á störfin okkar?
  • Hilmir Ingi Jónsson,
    Framkvæmdastjóri Powena
    Veflægur rafvirki – framtíðin í rafmagnsþjónustu.

Kaffihlé

  • Tryggvi Thayer
    Verkefnisstjóri Menntamiðju Háskóla Íslands
    Tækniþróun, tæknibyltingar og framtíð náms.
  • Pallborðsumræður með þátttöku frá Rafiðnaðarsambandi Íslands,
    Samtökum rafverktaka og fyrirlesurum

Ráðstefnustjóri:

Rúnar Bachmann

Ráðstefnulok kl. 15:45

Skráning: (smellið hér) í síðasta lagi mánudaginn 23. janúar.

Takmarkaður fjöldi.

Ráðstefnunni verður jafnframt streymt og verður hlekkur settur inn þegar hann er tilbúinn. Smellið hér.

 

Frslubanner

Reglulegir fræðslufundir á vegum Rafiðnaðarsambands Íslands hefjast nú í janúar. Fundirnir verða haldnir þriðja þriðjudag í hverjum mánuði fram á vor kl. 18 á Stórhöfða 31 (matsalnum á 1. hæð). Ýmis málefni sem varða rafiðnaðarmenn verða til umfjöllunar.

Fyrsti fundurinn er skipulagður af RSÍ-Ung og verður þriðjudaginn 17. janúar. Fyrst verður stutt kynning á starfsemi RSÍ_Ung og svo mun Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, vera með framsögu. Erindi hans fjallar um fagháskólanáms, en í október sl. náðist víðtæk samstaða um að hefja kerfisbundna uppbyggingu fagháskólanáms hér á landi. Í framsögu verður fjallað um aðdragandann, af hverju fagháskólanám, fyrir hverja fagháskólanám er, stöðuna hér á landi og í nágrannalöndunum, tillögur verkefnishóps um fagháskólanám og næstu skref.

Að framsögum loknum verður tími fyrir umræður og fundinum verður einnig streymt yfir netið og félagsmönnum því gefinn kostur á að taka þátt í gegnum fjarfund. Fundurinn hefst kl. 18 og er klukkutími. 

Allir félagsmenn eru velkomnir.

Hér er viðburðurinn á Facebook. 

Nánari upplýsingar um fjarfundinn koma inn á vefinn þegar nær dregur. 

asi

Fjárlög voru samþykkt fyrir jól við óvenjulegar aðstæður í íslenskum stjórnmálum. Nýrrar ríkisstjórnar bíða stórar áskoranir við að tryggja að stjórn ríkisfjármála styðji við hinn efnahagslega stöðugleika og stuðli að félagslegri velferð og auknum jöfnuði. Sú forgangsröðun sem birtist í nýsamþykktum fjárlögum mun ekki skapa þann grundvöll.

Lesa meira (smella hér)

jolaball2016

Sunnudaginn 10. desember

Gullhömrum frá kl. 14 –16

Veitingar, jólasveinar og dansað kringum jólatré

Verð fyrir börn að 12 ára aldri kr. 500.-

verð fyrir aðra kr. 1.000.-

Miðar eru eingöngu seldir á heimasíðu Rafiðnaðarsambandsins, opið er fyrir miðasölu frá mánudeginum 27. nóvember til kl 16:00 miðvikudaginn 6. desember (smella hér)

 

rafidnadarsambandid rautt

Rafiðnaðarsambandið óskar eftir starfsmanni í móttöku og almenna afgreiðslu vegna sumarafleysinga frá 1. júní og fram í miðjan ágúst, gæti hugsanlega byrjað fyrr. Vinnutími er frá 8.00-16.00.

Helstu verkefni:

  • Símsvörun
  • Almenn afgreiðsla á skrifstofu
  • Annað tilfallandi er varðar þjónustu við félagsmenn

Viðkomandi þarf að hafa góða almenna tölvukunnáttu, hæfni í mannlegum samskiptum og ríka þjónustulund.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri í síma 580-5226 eða gsm 694-4959.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars.  Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á netfangið sigrun@rafis.is.

orlofslog

Opnað verður á bókanir kl 9:30 fyrir þá sem fengu höfnun á umsókn um sumarúthlutun sumarið 2017

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?