Fréttir frá 2017

01 9. 2017

Fræðslufundur um fagháskólanám og RSÍ-Ung

Frslubanner

Reglulegir fræðslufundir á vegum Rafiðnaðarsambands Íslands hefjast nú í janúar. Fundirnir verða haldnir þriðja þriðjudag í hverjum mánuði fram á vor kl. 18 á Stórhöfða 31 (matsalnum á 1. hæð). Ýmis málefni sem varða rafiðnaðarmenn verða til umfjöllunar.

Fyrsti fundurinn er skipulagður af RSÍ-Ung og verður þriðjudaginn 17. janúar. Fyrst verður stutt kynning á starfsemi RSÍ_Ung og svo mun Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, vera með framsögu. Erindi hans fjallar um fagháskólanáms, en í október sl. náðist víðtæk samstaða um að hefja kerfisbundna uppbyggingu fagháskólanáms hér á landi. Í framsögu verður fjallað um aðdragandann, af hverju fagháskólanám, fyrir hverja fagháskólanám er, stöðuna hér á landi og í nágrannalöndunum, tillögur verkefnishóps um fagháskólanám og næstu skref.

Að framsögum loknum verður tími fyrir umræður og fundinum verður einnig streymt yfir netið og félagsmönnum því gefinn kostur á að taka þátt í gegnum fjarfund. Fundurinn hefst kl. 18 og er klukkutími. 

Allir félagsmenn eru velkomnir.

Hér er viðburðurinn á Facebook. 

Nánari upplýsingar um fjarfundinn koma inn á vefinn þegar nær dregur. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?