Fréttir frá 2017

02 7. 2017

Fræðslufundur um kennitöluflakk og aðgerðir gegn því

Frslubanner

Fræðslufundaröð Rafiðnaðarsambands Íslands heldur áfram, kl. 18 þriðjudaginn 21. febrúar.

Þann 21. febrúar verður fjallað um kennitöluflakk. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, heldur erindi. Fjallað verður um meinsemdina kennitöluflakk og það samfélagslega tjón sem slík háttsemi veldur. Farið verður stuttlega yfir áður fram komnar hugmyndir ASÍ til að takmarka kennitöluflakk og jafnframt verður sagt frá viðræðum við SA um málið sem nýlega fóru af stað, þ.e. hvort samtökin geti sameinast um tillögur.

Að framsögu lokinni verður tími fyrir umræður og fundinum verður einnig streymt yfir netið og félagsmönnum því gefinn kostur á að taka þátt í gegnum fjarfund. Nánari upplýsingar um fjarfund koma á vefinn og Facebook daginn sem fundurinn er haldinn.

Fræðslufundir RSÍ eru haldnir þriðja þriðjudag í hverjum mánuði kl. 18-19 á Stórhöfða 31 (matsalnum á 1. hæð). Ýmis málefni sem varða rafiðnaðarmenn verða til umfjöllunar.

Allir félagsmenn eru velkomnir.

Hér má nálgast Facebook viðburð.

Hér má nálgast streymi frá fundinum. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?