asi rautt

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði hið fyrsta frá kjarasamningi á milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga.

Síðustu mánuði hefur verið lögð mikil vinna í að móta nýtt íslenskt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Staðan sem upp er komin í Straumsvík og framganga SA í málinu er afleitt innlegg í það samkomulag sem aðilar á vinnumarkaði skrifuðu undir fyrir fáeinum dögum. Það er með miklum ólíkindum að SA skuli ganga erinda Rio Tinto og halda starfsmönnum eins fyrirtækis í gíslingu. Þannig er komið í veg fyrir að þeim verði boðin sama launahækkun og flestir launamenn á íslenskum vinnumarkaði hafa fengið.

ASÍ hvetur SA til að starfa í anda þess samkomulags sem undirritað var 27. október sl. og ganga frá kjarasamningi við starfsmenn álversins í Straumsvík.
Að öðrum kosti er trúverðugleiki SA farinn fyrir lítið og samkomulag um ný og betri vinnubrögð á íslenskum vinnumarkaði komið í fullkomið uppnám.

rafidnadarsambandidNiðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning RSÍ við Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélög liggja fyrir en á kjörskrá voru 72 og þar af greiddu atkvæði 46 eða 63,9%.

Já sögðu 25 eða 54,35%

Nei sögðu 20 eða 43,48%

Auður var 1 eða 2,17%

Kjarasamningurinn telst því samþykktur. 

Líkt og kemur fram í kjarasamningnum þá þurfa starfsmenn að hafa eftirfarandi í huga:

1. Þeir starfsmenn, sem kjósa að starfa á óbreyttu bakvaktarfyrirkomulagi, skal það heimilt. Skulu þeir tilkynna OR þá ákvörðun eigi síðar en þann 30. nóvember 2015! Kjósi þeir svo halda þeir eldra bakvaktarálagi. 

2. Ákveði starfsmaður að fara yfir á nýtt fyrirkomulag þá mun ekki vera mögulegt að fara til baka í eldra fyrirkomulag.

3. Kjósi einhver starfsmaður að halda óbreyttu fyrirkomulagi (launatöflu og samsetningu launa) skal hann halda óbreyttum kauptaxta, frá því sem var fyrir gildistöku kjarasamnings, þó þannig að kauptaxti hækki um 6,1% frá 1. maí 2015 að telja. Skal starfsmaður tilkynna OR ákvörðun sína eigi síðar en þann 20. nóvember 2015!

Banner Kjarasamningur undirritadurÍ síðustu viku var skrifað undir kjarasamninga við Landsvirkjun, RARIK og Ríkissjóð Íslands. Kjarasamningarnir byggja á sömu forsendum og aðrir kjarasamningar sem gerðir hafa verið að undanförnu og verða kynntir fyrir félagsmönnum RSÍ sem starfa eftir þessum kjarasamningum á næstu dögum.

Kynningarfundur á kjarasamningi við RARIK verður þriðjudaginn 17. nóvember hjá RARIK og hefur verið auglýstur þar innanhúss. Atkvæðagreiðslu um kjarasamning mun ljúka þriðjudaginn 24. nóvember kl. 16.

Kynningarfundur á kjarasamningi við Ríkið verður miðvikudaginn 18. nóvember að Stórhöfða 31, kl. 17:00. Atkvæðagreiðslu um kjarasamning mun ljúka þriðjudaginn 24. nóvember kl. 12.

Kynningarfundur á kjarasamningi við Landsvirkjun verður mánudaginn 23. nóvember og hefur verið auglýstur innanhúss. Atkvæðagreiðslu um kjarasamning mun ljúka þriðjudaginn 24. nóvember kl. 16.

rafidnadarsambandid

Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður þann 2. nóvember sl. Atkvæðagreiðsla er hafin. Hægt er að greiða atkvæði á skrifstofu RSÍ á opnunartíma, milli kl. 9 og 16. Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 12.00 föstudaginn 13. nóvember. Við hvetjum alla félagsmenn sem starfa hjá OR að greiða atkvæði um samninginn.

Hér má nálgast kjarasamninginn.

 

 

rafidnadarsambandidNiðurstöður úr atkvæðagreiðslum um boðun vinnustöðvunar hjá rafiðnaðarmönnum er starfa hjá ISAL voru þær að starfsmenn samþykkja að leggja niður störf þann 2. desember næstkomandi.

Aðildarfélag   Já Nei   
Félag íslenskra rafvirkja   13 (76,5%)  4 (23,5%)    
Félag rafeindavirkja   5 (71,4%)   2 (28,6%)  

Þar með er það ljóst að rafiðnaðarmenn munu leggja niður störf að öllu leyti þann 2. desember náist ekki að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir þann tíma.

asi
Mikill verðmunur reyndist vera milli söluaðila þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á ódýrasta heilsársdekkinu sem er í boði hjá 20 dekkjaverkstæðum. Könnunin var gerð þriðjudaginn 27. október. Munur á hæsta og lægsta verði var allt að 35.804 kr. eða 146%. Kannað var verð á 14, 15 16 og 18´´ dekkjum sem eru dekk fyrir smábíla, minni meðalbíla, meðalbíla, jepplinga og jeppa. Fyrir 14, 15 og 16´´ heilsársdekk reyndist Kvikkfix ódýrast en Betra grip dýrast.

Mestur verðmunur var á 18´´ dekki sem var ódýrast á 24.500 kr. hjá Dekkjasölunni en dýrast á 60.304 kr. hjá Betra gripi sem er 35.084 kr. verðmunur eða 146%.
Minnstur verðmunur var á 15´´ sem var ódýrast á 9.753 kr. Kvikkfix en dýrast á 15.932 kr. hjá Betra gripi sem er 6.179 kr. verðmunur eða 63%.
14´´ dekk var ódýrast á 7.252 kr. hjá Kvikkfix en dýrast á 15.784 kr. hjá Betra gripi sem 8.532 kr. verðmunur eða 118%.

Kannað var verð 175/65R14, 195/65R15, 205/55R16, 225/70R16 og 265/60R18 hjá 20 dekkjaverkstæðum víðsvegar um landið. Verðkönnunin nær einungis til þeirra verkstæða sem selja heilsársdekk og ekki er tekið tillit til gæða. Taka skal fram að gæði dekkja geta verið mjög misjöfn, svo áður en fjárfest er í nýjum umgangi mælir verðlagseftirlitið með því að kaupandi kynni sér gæði dekksins, þar sem verð og gæði geta farið saman. Hjá sumum dekkjaverkstæðunum var umfelgun innifalin í verði dekksins og ýmsir afslættir. Tekið skal fram að verðin sem eru uppgefin eru á einu stöku dekki.

Sjá nánar niðurstöður í töflu.(smella hér)

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ

asi

Ályktun um kjaramál
Samþykkt á formannafundi ASÍ 28. október 2015

Formannafundur ASÍ lýsir yfir áhyggjum af stöðu efnahags- og kjaramála. Skortur á samstöðu, órói og átök hafa einkennt íslenskan vinnumarkað, allt frá því að þeirri launastefnu sem samið var um á almennum vinnumarkaði í árslok 2013 var hafnað. Síðan þá hefur hver hópur á vinnumarkaði farið fram og reynt að rétta sinn hlut óháð því hvaða áhrif slíkt hefði á aðra hópa eða hagkerfið. Niðurstaðan er sú að horfur eru á vaxandi verðbólgu og hækkandi vöxtum.

Fundurinn telur mikilvægt að breyta um vinnubrögð við gerð kjarasamninga og horfa til þess hvernig við getum byggt upp kaupmátt til framtíðar með raunverulegum verðmætum. Þar getum við lært margt af félögum okkar á öðrum Norðurlöndum. Þar er mikið lagt upp úr ábyrgð, aga og vönduðum undirbúningi til að tryggja sem hagfelldasta útkomu fyrir launafólk. Nýtt samningalíkan byggi á Norrænu samfélagsgerðinni sem grundvallast á þeirri sýn að nota hagvöxt og aukna verðmætasköpun til þess að bæta lífskjör og tryggja jöfnuð. Meiri verðmæti eru sótt í aukinn útflutning en forsendan er sterk samkeppnisstaða, frjáls utanríkisviðskipti og aðgangur að mörkuðum. Samstaða og sameiginlegur skilningur er á því að skipta verður auknum verðmætum með sanngjörnum hætti með áherslu á bætt lífskjör, jöfnuð og traust velferðarkerfi.

Formannafundur ASÍ telur mikilvægt þróað verði íslenskt samningalíkan þar sem horft verði til þeirra vinnubragða sem tíðkast hafa á Norðurlöndunum. Fyrsta skrefið í þá átt er að tryggja sem best jafnræði milli hópa í launaþróun á komandi misserum, þar með talið að jafna lífeyrisréttindi milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins, tryggja meira jafnræði varðandi áhrif launaskriðs og jafna kynbundinn launamun á vinnumarkaði. Þá verða allir hópar að axla ábyrgð á breyttum vinnubrögðum. Þannig getum við í sameiningu náð hámarksárangri við að byggja upp kaupmátt og efla lífskjör til lengri tíma litið.

Formannafundurinn styður það rammasamkomulag sem undirritað var af helstu viðsemjendum á almennum og opinberum vinnumarkaði 27.10.2015 um breytt og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga og telur það leggja grunn að bættum lífskjörum launafólks til framtíðar.

Jafnframt áréttar formannafundurinn mikilvægi þess að stjórnvöld taki upp ábyrga hagstjórn og breytta peningastefnu sem hafi að markmiði að treysta stöðugleika. Það er á ábyrgð stjórnmálanna að tryggja félagslegan stöðugleika og víðtæka sátt um forgangsröðun í velferðarmálum, einkum heilbrigðis-, mennta- og húsnæðismálum.

rafidnadarsambandid

Í gær lauk atkvæðagreiðslu um kjarasamnings RSÍ vegna Félags íslenskra símamanna annars vegar og Símans og dótturfélaga hins vegar. Samningurinn var undirritaður 14. október sl. og gildir frá 1. maí 2015. 

Niðurstöður talningar atkvæða:

Á kjörskrá voru 372 og atkvæði greiddu 215 eða 57,8%.

Já sögðu 190 eða 88,37%.
Nei sögðu 21 eða 9,77%.
4 tóku ekki afstöðu, eða 1,86%.

Samningurinn er því samþykktur.

rafis bordar 1300x400 25Trúnaðarráð starfsmanna Norðuráls sendi frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna yfirstandandi deilu við ISAL / Rio Tinto. Tilkynningin hljóðar svo:

Tilkynning frá Trúnaðarráði Starfsmanna Norðuráls.

Trúnaðarráð starfsmanna Norðuáls styður starfsmenn og trúnaðarráð Rio Tinto ÍSAL í báráttu þeirra fyrir bættum kjörum og í að koma í veg fyrir félagslegt undirboð á starfssvæði Rio Tinto ÍSAL.

Það er er hagur okkar allra launamanna að standa saman og verja okkar laun og vinnu með því að leyfa ekki félagslegt undirboð og koma í veg fyrir aukna verktöku ,þar sem yfirleitt er ráðið inn fólk sem eru á verri kjörum en eru á innan fyrirtækjanna sem sækja í aukna vertöku og er um leið aðför að samningsbundnum kjörum.
Trúnaðarráð starfsmanna stendur heilshugar á bakvið starfsmenn Rio Tinto ÍSAL sem og aðra launamenn sem eru í kjarabaráttu.

Baráttukveðjur.

Trúnaðarráð starfsmanna Norðuáls

asi
Verðlagseftirlit ASÍ tók saman æfingagjöld í knattspyrnu hjá 16 íþróttafélögum víðsvegar um landið. Borin voru saman æfingargjöld hjá 4. og 6. flokki félaganna. Svo verðlagseftirlitið gæti borið gjöldin saman var fundið út mánaðargjald, þar sem félögin hafa ekki samræmda uppsetningu á gjaldskránni. Sum eru með gjaldskrá fyrir eitt ár í senn, önnur annargjöld og jafnvel er búið að setja sölu á varningi eða vinnu við mót inn í gjaldskrána.

4. flokkur
Verðlagseftirlitið bar saman gjaldskrá fyrir 4. flokk eða 12 og 13 ára börn. Dýrast var að æfa hjá Breiðabliki en hjá þeim kostar mánuðurinn 8.250 kr. eða 33.000 kr. fyrir haustönnina sem spannar 4 mánuði. Ódýrast var að æfa hjá ÍR og UMF Selfoss en þar kostar mánuðurinn 5.500 kr. eða 22.000 kr. fyrir 4 mánuði. Verðmunurinn er 50% eða 11.000 kr.

6. flokkur
Verðlagseftirlitið bar einnig saman gjaldskrá fyrir 6. flokk eða 8 og 9 ára börn. Dýrast var að æfa hjá Breiðabliki en þar kostar mánuðurinn 7.417 kr. eða 29.667 kr. fyrir 4 mánuði. Ódýrast var að æfa hjá KA en þar kostar mánuðurinn 4.667 kr. eða 18.667 kr. Verðmunurinn er 59% eða 11.000 kr.

Sjá nánar í töflu.(smella hér)

Miklar hækkanir frá því í fyrra
Gjaldskrá félaganna hefur aðeins staðið í stað hjá tveimur félögum í báðum flokkum, FH og Knattspyrnufélaginu Víkingi. Einnig var sama gjaldskrá fyrir 6. flokk á milli ára hjá Knattspyrnufélaginu Haukum. Önnur félög hafa hækkað gjaldskrána um 2-25%.
Hjá 4. flokki var mesta hækkunin hjá Þór Akureyri, úr 20.000 kr. í 25.000 kr. eða um 25%, hjá KA og HK um 13%, hjá Fram um 12% og hjá KR, Gróttu og UMF Selfoss um 10%.
Í 6 . flokki var mesta hækkunin hjá Fram, úr 18.667 kr. í 21.667 kr. eða um 16%, hjá Þór um 14%, HK um 12%, Breiðabliki og UMF Selfoss um 11% og hjá KR, Stjörnunni og Gróttu um 10%.

 

Þess ber að geta að hér er aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta eða dagskrá sem í boði er á námskeiðum íþróttafélaganna er ekki metin. Verðlagseftirlitið tekur heldur ekki tillit til fjáröflunar sem íþróttafélögin standa fyrir og eða styrkja frá sveitarfélögum hvorki æfingagallar, né keppnisgjöld eru með í gjaldinu sem borið er saman. Einnig er ekki tekið tillit til vinnuframlags foreldra til lækkunar á æfingargjöldum.

Sjá nánar í töflu.(smella hér)

Undirflokkar

whiteRafræn leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls er hafin meðal félagsmanna í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands sem starfa á almennum kjarasamningi RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslur standa einnig yfir í öðrum félögum iðnaðarmanna.

Félagsmenn eru spurðir hvort þeir vilji að boðað verði allsherjarverkfall sem standi frá miðnætti aðfararnótt 10. júní til miðnættis að kvöldi 16. júní 2015 og til ótímabundins allsherjarverkfalls frá miðnætti aðfararnótt 24. ágúst 2015. Verkfall mun eingöngu koma til framkvæmda ef þörf krefur og ef kjarasamningar hafa ekki verið undirritaðir. Atkvæðagreiðslu lýkur þann 1. júní kl. 10.

Þeir félagsmenn sem starfa á almenna samningnum fá bréf sent heim til sín með upplýsingum um atkvæðagreiðsluna og kóða sem þeir geta notað til þess að greiða atkvæði. Fái einhver ekki bréf sem telur sig eiga rétt á að kjósa er hægt að hafa samband við skrifstofu RSÍ.

Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur félagsmenn eindregið til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og sýna hug sinn í verki. Góð þátttaka og góð samstaða sendir mikilvæg skipaboð að samningaborðinu. Við viljum að íslenskur vinnumarkaður verði samkeppnishæfur við Norðurlöndin og að fólk geti lifað mannsæmandi fjölskyldulífi af dagvinnulaunum. Með því að nýta samtakamáttinn getum við náð markmiðum okkar og fengið sanngjarnar kjarabætur.

Hér má nálagast ýmsar upplýsingar um kjaraviðræður 2015.

Hér er hlekkur á kosningasíðu.          

Tökum öll þátt í atkvæðagreiðslunni!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?