Fréttir frá 2015

11 16. 2015

Kjarasamningur RSÍ - OR, niðurstöður atkvæðagreiðslu

rafidnadarsambandidNiðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning RSÍ við Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélög liggja fyrir en á kjörskrá voru 72 og þar af greiddu atkvæði 46 eða 63,9%.

Já sögðu 25 eða 54,35%

Nei sögðu 20 eða 43,48%

Auður var 1 eða 2,17%

Kjarasamningurinn telst því samþykktur. 

Líkt og kemur fram í kjarasamningnum þá þurfa starfsmenn að hafa eftirfarandi í huga:

1. Þeir starfsmenn, sem kjósa að starfa á óbreyttu bakvaktarfyrirkomulagi, skal það heimilt. Skulu þeir tilkynna OR þá ákvörðun eigi síðar en þann 30. nóvember 2015! Kjósi þeir svo halda þeir eldra bakvaktarálagi. 

2. Ákveði starfsmaður að fara yfir á nýtt fyrirkomulag þá mun ekki vera mögulegt að fara til baka í eldra fyrirkomulag.

3. Kjósi einhver starfsmaður að halda óbreyttu fyrirkomulagi (launatöflu og samsetningu launa) skal hann halda óbreyttum kauptaxta, frá því sem var fyrir gildistöku kjarasamnings, þó þannig að kauptaxti hækki um 6,1% frá 1. maí 2015 að telja. Skal starfsmaður tilkynna OR ákvörðun sína eigi síðar en þann 20. nóvember 2015!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?