Fréttir frá 2015

10 29. 2015

Kjarasamningur RSÍ/FÍS og Símans og dótturfélaga samþykktur

rafidnadarsambandid

Í gær lauk atkvæðagreiðslu um kjarasamnings RSÍ vegna Félags íslenskra símamanna annars vegar og Símans og dótturfélaga hins vegar. Samningurinn var undirritaður 14. október sl. og gildir frá 1. maí 2015. 

Niðurstöður talningar atkvæða:

Á kjörskrá voru 372 og atkvæði greiddu 215 eða 57,8%.

Já sögðu 190 eða 88,37%.
Nei sögðu 21 eða 9,77%.
4 tóku ekki afstöðu, eða 1,86%.

Samningurinn er því samþykktur.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?