Fréttir frá 2015

10 23. 2015

Tilkynning frá trúnaðarráði starfsmanna Norðuráls

rafis bordar 1300x400 25Trúnaðarráð starfsmanna Norðuráls sendi frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna yfirstandandi deilu við ISAL / Rio Tinto. Tilkynningin hljóðar svo:

Tilkynning frá Trúnaðarráði Starfsmanna Norðuráls.

Trúnaðarráð starfsmanna Norðuáls styður starfsmenn og trúnaðarráð Rio Tinto ÍSAL í báráttu þeirra fyrir bættum kjörum og í að koma í veg fyrir félagslegt undirboð á starfssvæði Rio Tinto ÍSAL.

Það er er hagur okkar allra launamanna að standa saman og verja okkar laun og vinnu með því að leyfa ekki félagslegt undirboð og koma í veg fyrir aukna verktöku ,þar sem yfirleitt er ráðið inn fólk sem eru á verri kjörum en eru á innan fyrirtækjanna sem sækja í aukna vertöku og er um leið aðför að samningsbundnum kjörum.
Trúnaðarráð starfsmanna stendur heilshugar á bakvið starfsmenn Rio Tinto ÍSAL sem og aðra launamenn sem eru í kjarabaráttu.

Baráttukveðjur.

Trúnaðarráð starfsmanna Norðuáls

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?